Arsene Wenger
Er að gera frjálsa ritgerð í skólanum um eitthverja manneskju, mitt val var Arsene Wenger. Ég vill helst forðast sem mest að gera staðreyndavillu og set hana hér inn og læt sérfræðingana hér fara yfir og leiðrétta mig ef e-ð er að hjá mér, ég er nú þokkalega bjartsýnn á að það séu einhverjar staðreyndarvillur.. Langar að það sé búið að fara yfir staðreyndir í ritgerðinni áður en ég skila

En hérna:



Arsene Wenger

Arsene Wenger er knattspyrnuáhugamönnum vel kunnur. Hann er þekktur í dag fyrir að vera alveg ótrúlegur þjálfari og er í dag að þjálfa enska liðið Arsenal. Wenger fæddist þann 22. október árið 1949 í Strasbourg í Frakklandi og er franskur ríkisborgari. Hann hefur náð ótrúlegum árangri með þetta lið og frá því að hann byrjaði hefur enska úrvalsdeildin verið algjör einstefna meðal Arsenal liðsins og liðs Manchester United en þessi lið börðust mjög um Englandsmeistaratitlana þar til Roman Abramovich kom til sögunnar og keypti Chelsea sem er í dag Englandsmeistari. Wenger er eini erlendi þjálfarinn sem hefur tekist að vinna tvennuna, sem sagt FA bikarinn og ensku úrvalsdeildina. Einnig er hann eini þjálfarinn til að takast að vinna ensku úrvalsdeildina án þess að tapa leik en það gerðist 2004.



Ferill hans

Wenger byrjaði að spila í vörn hjá hinum ýmsu minni máttar liðum í Frakklandi en hann var á sama tíma að læra í háskóla Strasbourg þar sem hann náði meistaragráðu í hagfræði. Wenger var 29 ára árið 1978 er hann skrifaði undir samning hjá liði Strasbourg og keppti sinn fyrsta leik gegn Monaco. 3 árum seinna fékk Wenger afhent þjálfaraskírteini og á sama tíma ráðinn þjálfari unglingaliðs Strasbourgar. Árið 1983 tók Wenger við stöðu aðstoðarþjálfara franska liðsins Cannes. Ári seinna tók Wenger við liði Nancy og var þar næstu 3 árin, eftir misheppnaða dvöl hjá Nancy var Wenger ráðinn aðalþjálfari AS Monaco 1987. Þar fann Wenger sig og náði mjög góðum árangri með liðið sem sigraði frönsku úrvalsdeildina 1988 og bikarinn 1991 en sá árangur átti ekki eftir að halda lengi áfram þar sem hann var rekinn árið 1994 þar sem Monaco endaði í 9. sæti sem er algjörlega óásættanlegt á þeim bænum. Þaðan hélt leiðin til Japan þar sem hann tók við liði Nagoya Grampus Eight. Þar heppnaðist dvölin og vann hann Emperors bikarinn á þeim 18 mánuðum sem hann var við stjórn. Hann tók við stjórn Arsenal þann 28. sept 1996 eftir mikla orðróma í enskum fjölmiðlum og einnig við mikil gagnrýni meðal aðdáenda Arsenal. Wenger tók við af Bruce Rioch sem hafði skömmu áður verið rekinn frá félaginu og varð fyrsti erlendi þjálfarinn hjá Arsenal, s.s. fyrsti þjálfari Arsenal sem ekki kom frá Bretlandi eða Írlandi og þegar hann tók við hafði hann ekki verið stórt nafn í fótboltanum og því mikil gagnrýni meðal aðdáenda Arsenal sem töldu að þeir hefðu átt að ráða stærra nafn í starfið. En í dag er Wenger fyrir löngu búinn að slökkva í þessum röddum með frábærum árangri með liðið.

Hann vann enga titla á fyrsta tímabilinu en 2. tímabilið hans varð hann fyrsti erlendi þjálfarinn til að vinna tvennuna (FA bikarinn og ensku úrvalsdeildina) Þetta varð tímabilið ótrúlega en Manchester United hafði verið í 12 stiga forystu þegar u.þ.b. 30 leikir voru búnir, ótrúlegur liðsandi og sterki varnarleikur þeirra með fyrirliðan Tony Adams, Martin Keown, Nigel Winterburn og Lee Dixon spilaði mest inní þar sem Arsenal náði Manchester United og hampaði Englandsmeistaratitlinum. Á næsta tímabili voru Wenger og félagar í mikilli titilbaráttu við Man Utd en töpuðu með 1 stigi og þetta 1 stig varð það áhrifaríkt að United menn unnu þrennuna þetta árið (Englandsmeistarar, bikarmeistarar og evrópumeistarar).

Wayne Rooney hefur verið þekktur óvinur Wenger og félaga á síðustu árum en hann var 16 ára og 360 daga gamall þegar hann stöðvaði 29 leikja taplausa hrinu Arsenal manna emð marki á Goodison Park, heimavelli Everton. Tímabilið 2003-2004 var það allra minnisstæðasta í augum allra Arsenal aðdáenda, Wenger sagði einmitt árið 2003 að það væri möguleiki að Arsenal gæti farið ósigrað í gegnum heilt tímabil og þá hélt fólk að hann væri genginn af göflunum. Þessum orðum var Wenger ekki lengi að fylgja eftir heldur þetta tímabil 03-04 eða s.s. tímabilið eftir náði Wenger þann magnaða árangri að vera fyrsti þjálfarinn til að fara heilt tímabil án þess að tapa leik síðan Preston North End gerðu það aðeins nokkrum árum eftir að fótbolti fór að verða stundaður á Englandi.

Wenger hefur verið þekktur fyrir að vera með mjög gott auga fyrir ungum leikmönnum og er einn sá færasti í að gera unga leikmenn góða. Dæmi um menn sem Wenger hefur þróað í að verða magnaða unga leikmenn eru þeir: Cesc Fabregas, Patrick Vieira, Johan Djourou, Emmanuel Eboue, Kolo Toure, Ashley Cole og Gael Clichy. Og eru þetta aðeins brot af þeim leikmönnum! En auðvitað eru sumir sem Wenger hefur tekist að gera góða, en þó ekki nógu góða fyrir Arsenal og hafa verið seldir. Þeir eru t.d. David Bentley sem í dag spilar fyrir Blackburn og Jermaine Pennant sem nú spilar fyrir Liverpool.

Thierry Henry og George Weah eru þeir allra frægustu leikmenn sem Wenger hefur “uppgötvað” . Wenger keypti George Weah til Monaco á sínum tíma á aðeins nokkur þúsund pund eins og hann er þekktur fyrir, s.s. að finna menn í afríku, kaupa þá á lítin pening sem verða síðan stórstjörnur. George Weah var síðan seldur seinna til AC Milan þar sem hann varð valinn FIFA player of the year eða leikmaður ársins hjá alþjóða knattspyrnusambandinu, FIFA og er einn sá besti knattspyrnumaður frá upphafi.
Wenger gaf Thierry Henry sitt tækifæri við þjálfun hjá Monaco á sínum tíma og þá tókst Henry að sýna hvað í sér býr og skoraði helling og var aðeins rétt um tvítugt, Wenger fór síðan til Japan og Henry þá til Juve, eftir misheppnaða dvöl í Japan keypti Wenger hann til Arsenal á um 12 milljónir punda árið 1999. Þetta áttu eftir að verða bestu kaup sem Arsenal hafa gert, sem toppa jafnvel Dennis Bergkamp og Ian Wright sem segir nú alveg rosa margt, hann hefur síðan unnið gullskóinn eða markahæstileikmaður Evrópu í nokkur skipti, 2. besti leikmaður heims 2 ár í röð og gerður að fyrirliða liðsins þegar Vieira fór árið 2005.

Wenger treystir ungum og óreyndum drengjum mjög fyrir verkum, með leikmenn eins og Fabregas (18) Eboue (22), Djourou (18), Diaby (19), Song (18), Flamini (21), Senderos (20) og fleirum tókst honum að koma liðinu í úrslit Meistaradeildar Evrópu þar sem þeir töpuðu mjög naumlega fyrir Barcelona 2-1 en á leiðinni tókst þeim að slá út margfalda Evrópumeistara Real Madrid, Vieira og félaga í Juventus og spænska “smástórliðið” Villarreal, með frábærum liðsanda og vilja. Núna þegar þetta er skrifað voru Wenger og hans félagar að sigra Charlton 2-1 og fyrir 2 dögum fagnaði Wenger því að það eru 10 ár síðan hann tók við stjórn félagsins.

Wenger hefur unnið marga titla og þar eru þessir meðal annars:

Strasbourg: 78-79 Ligue 1

Monaco: Franska úrvalsdeildin 87-88, þjálfari ársins 88, franska bikarkeppnin 90-91

Nagoya Grampus 8: J-League Super Cup & Emperor’s Cup 95-96 og þjálfari ársins í Japan 96

Arsenal: Enska Úrvalsdeildin & FA Cup & þjálfari ársins 98, samfélags-/góðgerðarskjöldurinn 99 og 2000, Enska úrvalsdeildin & FA Cup & þjálfari ársins 2002, FA bikarinn og skjöldurinn 2003, ósigraðir enskir meistarar & þjálfari ársins 2004, skjöldurinn og FA bikarinn 2005.

Annað sæti: Úrvalsdeildin ’99, ’00, ’01, ’03, ’05, UEFA keppnin ’00, FA Bikarinn ’01, Skjöldurinn ’04, ’05€, Meistaradeild Evrópu ’06.