Óhöpp eða viljaverk? Það er líklega ekkert mikið heitara í fjölmiðlum á Englandi núna en leikurinn um síðastliðna helgi, Reading – Chelsea. Einsog flest allir líklega vita urðu báðir markmenn Chelsea, þeir Petr Cech og Carlo Cudicini að fara af leikvelli meiddir, sem endaði svo með því að sjálfur John Terry þurfti að vera í markinu síðustu mínúturnar.

Það sem mig langaði hins vegar að ræða hér á huga er það hvort þetta séu vilja verk annarra leikmanna að meiða markmenn andstæðingsins eða eru þetta einungis óhöpp. Ég hef allavegana aldrei séð bæði aðalmarkmann fara meiddan útaf og svo einnig varamarkvörðinn í einum og sama leiknum. Ég er búinn að sjá myndbönd af báðum atvikum og lýtur þetta ansi illa út, þó finnst mér Stephen Hunt ekki fara af eitthverjum rosalegum ásetningi í Petr Cech einsog kannski flestir halda. En það er samt sem áður rosalegt að sjá hvernig hnéið hans skellist svakalega í höfuðið á Cech. Samstuðið milli Ibrahim Sonko og Carlo Cudicini er þó með því rosalegasta sem ég hef séð (Myndböndin er hægt að nálgast á www.kvikmynd.is og www.youtube.com ). En það er hreinlega einsog Cudicini sé að klessa á vegg og dettur svo niður einsog hann hafi hreinlega verið skotinn niður.

En maður er byrjaður að hafa smá áhyggjur. Núna á aðeins sex mánuðum að ég best veit eru fjórir góðir markverðir búnir að lenda í svona óhöppum inná vellinum. Hinir tveir sem ég er að tala um eru Mark Schwarzer markvörður Middlesborough og svo Shay Given markvörður Newcastle. Báðir eru þetta landsliðsmenn fyrir Ástralíu og Írland. Kinnbeinið brotnaði í Schwarzer eftir samstuð frá Dean Ashton og Given lenti í harkalegu samstuði við West Ham leikmanninn sterka Marlon Harewood. Sjálfur lýsti hann Given þessu einsog og að lenda í árekstri í bíl. Ég er að fara að verða ansi hræddur með stöðu markmanna í heiminum og þá sérstaklega í ensku úrvalsdeildinni.

Sjálfur er ég stuðningsmaður Arsenal og Bolton og ætti því kannski ekki að vera að vorkenna mönnum einsog Petr Cech, en ég geri það samt vegna þess að ég veit að ég yrði afar sár ef svona atvik myndu henda Jens Lehmann eða Jussi Jaaskelainen.

En hvað finnst ykkur kæru hugarar, eru þetta viljaverk sem eru því miður að aukast eða eru þetta bara óhöpp á röngum tíma og röngum stað?