Danir burstuðu Íslendinga Það fór ekki vel hjá okkar mönnum í kvöld. Íslendingar voru niðurlægðir í Danmörku en landsliðið tapaði 6-0 fyrir Dönum í 3. riðli í undankeppni HM í knattspyrnu. Danir léku sér að Íslendingum sem sáu aldrei til sólar. Íslensku strákarnir spiluðu sinn versta leik í langan tíma og var enginn leikmaður sem skilaði hlutverki sínu vel. Fyrsta mark leiksins kom á 13.mínútu þegar Rommedahl skoraði af stuttu færi eftir að Árni Gautur Arason hafði varið í stöng, Ebbe Sand skoraði tveimur mínútum síðar með skalla og Thomas Gravesen gerði þriðja markið eftir hálftíma leik eftir slæm varnarmistök hjá Lárus Orra Sigurðssyni. Gravesen var aftur á ferðinni fimm mínútum síðar en þá skoraði hann stórglæsilegt mark af 35 metra færi, Ebbe Sand gerði fimmta markið á 67. mínútu með skalla af stuttum færi og Jan Michaelsen gerði síðasta markið á 92. mínútu með góðu skoti.

Byrjunarlið Íslands:
Árni Gautur Arason (Rosenborg)
Lárus Orri Sigurðsson (WBA)
Hermann Hreiðarsson (Ipswich)
Eyjólfur Sverrisson (Herthu Berlin)
Pétur Hafliði Marteinsson (Stabæk)
Brynjar Björn Gunnarsson (Stoke)
Jóhannes Karl Guðjónsson (Real Betis)
Marel Baldvinsson (Stabæk)
Rúnar Kristinsson (Lokeren)
Arnar Grétarsson (Lokeren).
Eiður Smári Guðjohnsen, Chelsea

Lokastaðan í riðlinum: (Mörk) Stig
1. Danmörk (22:6) 22
2. Tékkland (20:8) 20
3. Búlgaría (14:15) 17
4. Ísland (14:20) 13
5. N.Írland (11:12) 11
6. Malta (4:24) 1