Jæja, þvílík niðurlæging!! Íslendingar skíttöpuðu fyrir Dönum á Parken í kvöld, 6-0. Íslenska liðið sá aldrei til sólar og áttu ekki möguleika á móti sterkum Dönum. Það var varla að Íslendingar kæmu boltanum yfir miðju. Rommedahl skoraði á 13. mínútu af stuttu færi eftir að Árni Gautur Arason hafði varið skalla Dana í stöng, Ebbe Sand skoraði tveimur mínútum síðar með skalla og Thomas Gravesen gerði þriðja markið eftir hálftíma leik eftir slæm varnarmistök hjá Lárus Orra Sigurðssyni. Gravesen var aftur á ferðinni fimm mínútum síðar en þá skoraði hann stórglæsilegt mark af 35 metra færi. Ebbe Sand gerði fimmta markið á 67. mínútu með skalla af stuttum færi. Sjötta og síðasta markið kom svo á 90. mínútu en þá skoraði Jan Michaelsen. Mesta niðurlæging íslenska landsliðsins var staðreynd.
Íslenska landsliðið átti eitt færi í öllum leiknum á 80. mínútu þegar Andri Sigþórsson skaut yfir markið einn á móti markverði Dana efir fallegt samspil við Eið Smára. Annars spiluðu íslenska liðið skammarlegan fótbolta. Það er alveg ótrúlegt að þetta sé sama lið og vann Tékka 3-1 fyrir mánuði síðan.

Þetta var lélegasti leikur sem íslenska liðið hefur spilað lengi og leikmennirnir voru sjálfum sér og þjóðinni til algjörrar skammar! Þessi leikur og leikurinn á móti Norður Írum hafa verðið ömurlegir, markatalan 9-0 í tveimur leikjum. Algjörlega sorglegt!

Hér áður fyrr spiluðu Íslendingar bara vörn og beittu skyndisóknum með ágætum árangri. En nú getur liðið það ekki einu sinni, hvernig ætla þeir þá eiginlega að vinna leiki þegar vörnin er eins og gatasigti. Nú hlýtur það að vera krafa á Atla að segi af sér stöðu landsliðsþjálfara starfinu. Þetta gengur ekki lengur!
kveðja,