Bjarni hættur hjá Fylki Það kom mér mjög á óvart þegar mér var tilkynnt það áðan að Bjarni Jóhannsson, sem þjálfað hefur Fylki undanfarin tvö ár, væri hættur hjá félaginu. Þetta kom fram í hádegisfréttum Bylgjunnar í dag. Ástæðuna segir Bjarni vera að hann sé búinn að vera þjálfari Fylkis í tvö ár og tími sé kominn á breytingar. Bjarni sagðist telja að hann gæti ekki náð frekari árangri með liðið en það varð Bikarmeistari í ár og náði ágætum árangri í Evrópukeppninni. Bjarni var orðaður við KR en þegar þeir réðu Willum þá bjuggust allir við því að Bjarni skrifaði undir nýjan samning við Árbæjarliðið. Annað kom á daginn og verður spennandi að sjá hvað Bjarni tekur sér núna fyrir hendur en ekki er mikið af lausum stöðum hjá knattspyrnuliðum hér á landi um þessar mundir.