Fleiri skandalar eru að að koma í ljós í kringum enska landsliðið. Nú hefur komið í ljós að þeir liverpool menn Robbie Fowler og Steve McManaman (reyndar real madrid :) voru einnig á fylleríi þetta fræga þriðjudagskvöld.
Er þetta farið að verða hið vandræðalegast mál fyrir Sven Goran Eriksson því hann var búinn að taka strangt á máli Frank Lampard og segja að menn verði að haga sér einsog atvinnumenn þar sem launin sem þeir hafa eru gríðarleg og þeir eru fyrirmynd milljóna barna um allan heim.
Það er spurning hvort að Sven Goran Eriksson geri eitthvað í þessu á laugardaginn? Það var nefnilega komið í ljós að Sven ætlaði að láta Fowler og Heskey byrja frammi!. Nú er talið víst að Cole taki sæti Fowlers.
En þar sem Sven fyrirgaf Gerrard þetta þá er ansi erfitt að láta Fowler kenna á því, þannig að þetta er orðið vandræðalegt og snúið fyrir Sven Goran.

kv.
cul-de-sac