Jæja nú er öxin komin á loft, og fyrsti stjórinn í ensku úrvalsdeildinni rekinn. Kemur líklega fáum á óvart að það ver Peter Taylor, stjóri, afsakið, fyrrverandi stjóri Leicester, sem fékk sparkið.

Kornið sem fyllti mælinn mun hafa verið tap á móti Charlton nú um helgina. Leicester er annars búið að ganga mjög illa á tímabilinu. Er í nesðsta sæti eftir átta leiki, einn sigur, tvö jafntefli og fimm töp.

Hingað til hefur það frekar verið tengt ítölsku eða spænsku að reka managerinn eftir 1/4 af tímabilinu, skemmst að minnast Zoff, sem var rekinn frá Lazio, en búið að ganga eins illa og fræðilega hægt var.

En hvað haldið þið. Eru aðrir orðnir tæpir í ensku??