Áhorfendum fjölgar Undanfarin ár hefur verið stöðug fjölgun áhorfenda á leikjum í Efstu deild karla í knattspyrnu. Alls mættu 96.845 áhorfendur á leiki Símadeildarinnar í ár og hafa þeir aldrei verið fleiri. Meðaltal áhorfenda á leikjum deildarinnar í sumar var 1.076 manns, sem er aukning um 177 manns á leik frá því í fyrra. KSÍ birti í dag tölur um aðsókn að leikjum Íslandsmótsins í knattspyrnu undanfarin ár:

Áhorfendur að meðaltali:
1997: 646
1998: 728
1999: 897
2000: 899
2001: 1.076