Það er nú opinbert að leikstjórnandi Perugia, hinn 25 ára gamli Fabio Liverani, hefur gengið til liðs við SS Lazio. I Biancocelesti, eða hinir himinbláu, hafa verið steingeldir á miðjunni það sem af er tímabils og ljóst að bæta þurfti við skapandi leikmanni eftir brotthvarf Veron og Nedved. Mesta furða hvað Gaizka Mendieta hefur verið slappur… Allavega, þá kostaði Liverani 8.5 milljónir punda auk þess sem Lazio sendu ungliðann Emanuele Berettoni til Perugia. Liverani skrifaði undir 5 ára samning sem gefur honum $950.000 í árslaun, og segist hæstánægður með að vera kominn til toppliðs (má nú reyndar deila um það í augnblikinu!!!) þó svo að Roma hafi alltaf verið draumaliðið hans.
Þessi færsla kemur á óvart í ljósi þess að Juventus höfðu gengið verulega á eftir þessum leikmanni án þess að hafa erfiði sem erindi og eru Juve-áhangendur eflaust svekktir yfir að hafa misst af honum. Svo er bara að fylgjast með hvort honum taki að snúa við gengi Lazio sem hefur verið vægast sagt glatað í haust.