Seljum Fowler!!! Nú er ég mikill og mætur Liverpool maður og fylgdist með leik Liverpool og Dynamo Kiev í gærkvöldi, vissulega var þetta skemmtilegur leikur, fyrir utan að það vantaði Michael Owen og fleiri góða menn, en leikurinn var samt hin mesta skemmtun, Jari Litmanen fór á kostum og skoraði tvö mörk (en aðeins annað þeirra fékk að standa). Liverpool sýndi snilldartakta hvað eftir annað og Jari hreinlega blómstraði, allur dampur fór hins vegar úr liðinu um leið og Robbie Fowler steig inn á völlin, hann sýndi afspyrnu slakan leik og hreinlega saug feitann!! Enn eru til menn sem eru tilbúnir að kaupa Robbie fyrir rosalega peninga, nefnd hafa verið 12-15 milljónir punda, sem er alltof mikið fyrir jafn slappan mann og hann. Hann hreinlega eyðileggur allan móral í kringum sig á Anfield og skemmir liðið. Robbie hefur verið að venja sig á að lenda í rifrildum við þjálfarana sína og fer alltaf með það beina leið í blöðin, sem að góðir leikmenn hreinlega gera ekki. Ég segi, Liverpool þarf hann ekki, seljum hann!!