Milan hafa nú endurheimt Marco Simone í sínar raðir. Simone lék með AC frá 1989 - 1997 þegar hann fór til Paris Saint-Germain í skiptum fyrir Brasilíumanninn Leonardo, og lék svo með Mónakó og vann þar amk. einn Frakklandsmeistaratitil. Með Milan vann Simone ALLT sem hægt er að vinna hjá Evrópuklúbbi og reynsla hans mun örugglega koma að góðum notum.

Einnig voru Milan að tryggja sér 21 árs framherja að nafni Vitali Kutuzov. Kutuzov er fyrirliði U-21 árs landsliðs Hvítarússlands og leikur með Bate Borizov, liðinu sem Milan leika gegn í UEFA Cup. Eftir fyrri leik liðanna leist forráðamönnum Milan svo vel á kappann að þeir keyptu hann med det samme á 2M punda og gerðu við hann samning til 2006. Ekki amalegt hopp þetta; frá smáklúbbi austantjalds til AC Milan! Það verður áhugavert að fylgjast með þessum leikmanni.

Loks er hinn lánlausi markvörður Dida á leiðinni heim til Brasilíu, þar sem hann mun ganga til liðs við Corinthians. Leikbann vegna vegabréfafölsunar, ótrúleg mistök í mikilvægum leikjum…það var svo sem ekkert skrýtið að honum skyldi sturtað niður - þótt fyrr hefið verið!