Lazio hafa skipt út Dino Zoff fyrir Alberto Zaccheroni (sem mig minnir að hafi gert fátt sniðugt hjá AC Milan á sínum tíma).

Eftir 2-0 tapið á móti AC Milan er Lazio vængbrotið lið, Nesta og Crespo báðir frá í fleiri vikur, auk þess sem aðrir máttarstólpar hafa ýmist verið frá lengri (Negro & Mihajlovic) eða skemmri tíma (Dino Baggio og fleiri).

Lazio tapaði í kvöld 1-0 á móti PSV og öllum að óvörum er það neðst í sínum riðli þegar að hann er hálfnaður, án stiga.

Þetta gæti orðið erfitt tímabil, bæði Nedved og Verón farnir, og miðjuspilið verið einstaklega lítið skapandi.
Summum ius summa inuria