Hér ætla ég að fjalla um leikmannakaup hjá toppliðunum fjórum á Englandi. Þetta er skrifað 18. ágúst þannig að e-ð getur hafa breyst þegar greinin verður birt.


—————–Arsenal——————-

Keyptir

Arséne Wenger hefur ekki verið mjög virkur í að fá leikmenn til sín og ber að nefna aðeins einn leikmann sem hefur verið keyptur. Það er hann Tomas Rosicky. Ekki hefur verið gefið upp formlega hvað kaupverðið var mikið og ætla ég ekki að fara nánar út í það.

Justin Hoyte og Jeremie Aliadiere sneru heim úr láni frá Sunderland og Wolves

Seldir

Margur maðurinn hefur horfið á braut úr herbúðum Arsenal. Ekki voru það nein lítil nöfn. Dennis Bergkamp hætti knattspyrnuiðkunn, Robert Pires fór á frjálsri sölu til Villarreal og So Campell fór einnig ókeypis en hann fór til Portsmouth.

Svo voru þeir Fabrice Muamba og Sebastian Larsson lánaðir til Birmingham og Arturo Lupoli lánaður til Derby en þeir snúa allir tilbaka í lok leiktíðar.

Ekki er ég neinn Arsenal maður en ég held að þeir væru alveg til í að sjá fleiri ný nöfn.


—————–Chelsea——————-

Keyptir

Abramovic og Mourinho hafa ekkert hægt á sér í þessum málum frekar en hinn daginn og hafa þeir bætt við stórum nöfnum í safnið.
Andriy Shevchenko kom frá AC Milan fyrir óuppgefið verð en fjölmiðlar halda því fram að það hafi verið á 30 milljónir punda.
Michael Ballack kom á frjálsri sölu frá Bayern München.
Aðrir menn voru Salomon Kalou frá Feyenoord, verð óuppgefið, markvörðurinn Hilario frá Nacional, Jon Obi Mikel frá Man Utd (eða Lyn?) fyrir 16 mill. punda. Svo sneri Wayne Bridge aftur úr láni frá Fulham.

Seldir

Chelsea hafa ekki verið hrifnir af því að selja leikmenn en þeir létu samt vaða núna.
Eiður Smári fór til Barcelona á um 8 mill. punda eftir því sem fjölmiðlar best vita. Asier Del Horno var seldur til Valencia, Damien Duff fór til Newcastle á 5 milljónir, Jiri Jarosik til Celtic, Carlton Cole til West Ham. Þetta eru helstu nöfnin.
Aðrir voru Joe Keenan til Willem II, Dean Furman til Rangers, Dean Smith, James Younghousband og Jack Watkins leystir undan samningi, Lenny Pidgeley og Filipe Morais ókeypis til Millwall, Maniche sneri heim til Dynamo Moscow úr láni og Hernan Crespo fór á tveggja ára lánsamningi til Inter.

Ef ég nefndi ekki verð þá var það af því það var óuppgefið og vesen að skrifa það aftur og aftur.


—————–Liverpool—————–

Keyptir

Rafa Benitez hefur verið virkur á markaðnum bæði við að kaupa og selja leikmenn.
Nýjasti leikmaðurinn bættist í hópinn í dag þegar ég skrifa þetta og var það hann Dirk Kuyt sem kom frá Feyenoord. Talið er að kaupverð var um 10 mill. punda.
Aðrir leikmenn sem keyptir voru Craig Bellamy frá Blackburn, Fabio Aurelío ókeypis frá Valencia, Jermaine Pennant frá Birmingham og Gabriel Paletta sem kom frá Atletico Banfield á 2. milljónir.
Auk þess sneru Anthony Le Tallec, Salif Diao og Florent Sinama-Pongolle heim úr láni en þeir voru hjá Sunderland, Portsmouth og Blackburn.

Seldir

Fernando Morientes fór frítt til Valencia og Dietmar Hamann fór á jafnmikið til Bolton. Bruno Cheyrou var seldur til Rennes en Djimi Traore til Charlton á 2 mill.
Scott Carson lánaður til Charlton, Darren Potter til Wolves og Djibril Cissé til Marseille út tímabilið en Chris Kirkland var lánaður í sex mánuði til Wigan.

Þess má geta að Dietmar Hamann fór strax frítt til Man. City og er óljóst af hverju eftir minni bestu vitneskju.

——————-Man Utd—————–

Keyptir

Alex Ferguson hefur aðeins keypt tvo leikmenn en þeir eru báðir kunnir Úrvalsdeildinni.
Michael Carrick kom frá Tottenham á 18,6 milljóna punda og Tomasz Kuszczak kom frá WBA.
Ferguson og Quieroz hafa þó lofað fleiri leikmönnum, allavega einum, og orðrómar eru að það sé annaðhvort Marcos Senna hjá Villarreal eða Owen Hargreaves frá Bayern München ef ekki báðir.

Seldir

Nokkrir leikmenn hafa yfirgefið Old Trafford og ber helst að nefna Ruud van Nistelrooy sem gekk í raðir Real Madrid.
Jonathan Spector var seldur á hálfa milljón til West Ham, Quinton Fortune fór frítt til Bolton og Sylvan Ebanks-Blake fór á 200þús pund til Plymouth og svo Paul McShane og Luke Steele til WBA sem hluti af verðinu á Tomasz Kuszczak.
Nokkrir leikmenn hafa verið lánaðir út tímabilið og þeir eru Tim Howard til Everton, Gerard Pique til Real Zaragoza og Ben Foster til Watford.


————————————————–

Ég hef ekki gert það að mínu verki að ræða leikmannakaupin eða deila mínum skoðunum heldur læt ég ykkur um það. Kannski að ég deili mínu seinna hérna ef umræða myndast ;)
“There's no such thing as stupid questions, just stupid people.”