Owen frá til jóla? Michael Owen mun að öllum líkindum ekki leika meira með hvorki Liverpool né enska landsliðinu næstu mánuðina eftir að hafa haltrað af leikvelli gegn Tottenham í síðustu viku. Það kom í ljós að hann reif hnésbótarvöðva í vinstri fæti, og að meiðslin eru mun alvarlegri en í fyrstu var talið.

“Meiðslin eru mun alvarlegri en við fyrst héldum og drengurinn er í rusli yfir þessu” sagði fransmaðurinn Houllier.

Jafnframt sagði hann að Owen kæmi varla til með að leika með Liverpool fram að jólum, og að hann gæti átt það á hættu að ná sér aldrei fullkomnlega af þessum meiðslum og gæti þurft að eiga við þetta út feril sinn.

Þetta eru vægast sagt skelfilegar fréttir fyrir Owen, Liverpool sem og enska landsliðið.

Well…
Life's a bitch ;)