Leiðarvísir að velgengni
Kaup og sölur leikmanna:

Mér finnst skipta mjög miklu máli að réttir menn séu keyptir, hvort sem að þeir kosti 40 milljónir eða 7 milljónir. Þessi leikmaður sem kostar 7 milljónir þarf alls ekki að vera verri en þessi á 40 milljónir. 40 milljóna leikmaðurinn gæti bara verið stórt nafn en alls ekki 40 milljónanna virði.

Þess vegna skiptir miklu máli fyrir lið með minni pening að kaupa skynsamt og kaupa frekar þennan á 7 milljónir, áhættan í því að kaupa dýrann leikmann getur verið mikil því hann gæti kanski ekki staðist allar þær væntingar sem á hann voru bundnar. En hinn getur farið framúr væntingum.

Svo ef að ódýrari leikmaðurinn er keyptur er liðið að spara pening með því að sleppa þeim dýra og geta því keypt fleiri menn fyrir vikið og styrkt allar þær stöður sem liðið þarf að styrkja.

Semsagt mér finnst gáfulegra ef lið sem geta ekki verið að punga út 20+ milljónir fyrir hvern leikmann sem þeir kaupi þá frekar þessa sem kosta minna, því geta leikmanna er ekki mæld í verðmiðanum eða nafninu. Þetta er aðallega bara spurning um að kaupa menn sem að passa inní leik liðsins og að fara ekki of hátt yfir raunhæfann verðmiða fyrir leikmanninn, því það eru oft svipaðir kostir að finna í ódýrari leikmönnum.



Gæði liðsins :

Alltaf er gott að hafa góða og sterka breidd, þá einna helst til að geta breytt leikkerfi og leik liðsins með mismunandi leikmönnum og leikmönnum sem geta leikið í mörgum mismunandi stöðum og til að geta liðsins “minnki” ekki þótt vanti einhvern/einhverja í liðið.

Ef liðið á að ná langt þá verða að vera hæfileikaríkir og metnaðarfullir leikmenn að keppast um stöður og ekki skemmir fyrir að leikmennirnir séu reyndir á því sviði að spila í stórkeppnum. Mér finnst skemmtilegast að sjá leikmenn sem leggja sig alltaf 100% í hvern leik og spila með hjartanu og hæfileikarnir munu þá að öllum líkindum fylgja með.

Flestum finnst skemmtilegast að fylgjast með sókndjörfu liði og er ég alveg sammála því, en þó eru það ekki allir. Þjálfarar og leikstíll liða er mismunandi sum byggja upp á hröðu og sókndjörfu spili en önnur til dæmis spila harðann varnarbolta og treysti á skyndisóknir og mörk úr föstum leikatriðum.


Mikilvægast finnst mér að hafa traustann markvörð sem er alltaf hægt að treysta á þegar þörf er á. Hafa sókndjarfa bakverði sem geta sent boltann vel og einnig þyrftu þeir að geta spilað góða vörn. Og hafa tvo mismunandi miðverði, einn svona stór og sterkur og getur tekið alla bolta sem koma í loftinu sem og jörðinni og einn svona aðeins hraðari sem getur haldið í við hraðari leikmenn andstæðingsins. Hafa hraða og tekníska kanntmenn sem geta dælt boltanum inná teiginn. Svo ef spilað er með tvo miðjumenn þá ætti einna helst að hafa einn sem getur séð um miðjuna og aftan við hana og getur tekið varnarstöðu bakvarðar ef hann sækir fram á við og annan miðjumann sem sér um allt fyrir framan miðju og tekur mjög virkann þátt í sóknarspili liðsins, en ef um er að ræða 3 miðjumenn þá ætti að vera flott að hafa einn “sópara” fyrir aftan miðjuna sem getur stoppað leikmenn sem sækja upp miðjuna, annann sem getur verið á miðjunni sjálfri og stjórnað sóknarspili liðsins og annan sem væri virkur í sóknarspili liðsins. Ef liðið spilar með einn framherja þá þyrfti helst að hafa einhvern sem er sterkur í loftinu og getur hlaupið þegar boltanum er stungið í gegnum teiginn og auðvitað skorað. En ef þeir eru tveir þá ætti að vera einn svona hraður framherji og annar stór og sterkur með honum, sem getur fleytt skalla boltum inn fyrir teiginn t.d. og þá kemur hinn á fullri ferð og kominn í færi. Og mjög mikilvægt er að hafa leikmenn um allann völl sem geta skorað mörk og búið til fyrir aðra.



Agi, Metnaður og keppniskap:

Mikilvægt er að mikill agi er í liðinu og leikmenn séu ekki að koma sér í vandræði inná vellinum sem og utan vallar, því svona vandræða stimplar sem menn fá á sig losna seint og sumir aldrei, stundum getur svona orðspor skemmt ferill manns því hver vill hafa einhvern óviðráðanlegann vandræðagemsa í liðinu sínu?

Metnaðurinn skiptir nú eiginlega mest öllu máli, því leikmenn með metnað gera betur heldur en ómetnaðarfullir leikmenn. Maður sem dauðþráir að vinna leik eða titill og leggur sig allann fram til að geta það, það er leikmaður sem allir leikmenn ættu að taka til fyrirmyndar og allir þjálfarar væru heppnir að hafa.

Keppnisskap getur skemmt fyrir mönnum, ég þekki nokkra með mikið og gott keppnisskap en einnig þekki ég nokkra með leiðinlegt keppnisskap, og er ég sjálfur persónulega með mikið keppnisskap og tek mjög svo illa í það að tapa . Þannig getur skemmt fyrir mönnum, ef menn ná ekki tökum á því getur illa farið. Semsagt ef menn hafa gott keppnisskap þá er það frábært því enginn vill tapa en þó svo að menn tapi þá verður bara að skilja það eftir á vellinum og einbeita sér að næsta leik.



Unglingastarf:


Unglingastarf er einn mikilvægasti þátturinn í uppbyggingu liðs. Leikmenn sem að hafa spilað með unglingaliðum einhvers liðs allann sinn ferill og eru með hjartað hjá liðinu sem þeir dýrka og hafa spilað með alla sína tíð, það er alltaf gaman að þannig leikmönnum.

Margir þjálfarar hafa verið duglegir við að fá til sín unga leikmenn og leyfa þeim að spreyta sig með aðalliðinu og fyrr en maður veit af eru þeir orðnir lykilmenn liðsins og farnir að blómstra, og enn sá duglegasti í bransanum að gera það er hann Arsene Wenger stjóri Arsenal.

En hvað þarf til að hafa gott æfingarstarf? Ég held að það þurfi góðann “scout” til að uppgvöta leikmenn sem lofa góðu og geta fengið að spreyta sig í unglingastarfi liðsins. Einnig verður starfsliðið og þjálfararnir að vera mjög góðir, því þjálfarar og æfingar skipta mjög miklu máli í því að læra og maður lærir ekki nema að æfa sig og að hafa góðar æfingar og frábæra þjálfara þá ættu framfarirnar að magnast.
Góð aðstaða er lykilatriði, það er ekkert gott að æfa í leiðinlegu umhverfi á lélegum velli.




Þjálfarinn:

Þjálfarinn er maðurinn sem stjórnar liðinu og er engu síðri en leikmennirnir sjálfir. Það er hann sem sér um breytingar á liðinu, hvernig liðið spilar og hverjir spila o.s.frv. . Margir þjálfarar hafa náð ótrúlegasta árangri þrátt fyrir að lið þeirra séu kanski ekki þau sterkustu. En með réttum ákvörðunum og leikstíl þá geta öll lið ná langt.

Metnaðarfullur þjálfari sem nýtur virðingu á meðall annara þjálfara er mjög jákvætt og gott, þannig eiga þjálfarar flestir að vera. Að segja rétta hluti í fjölmiðlum skiptir stundum miklu máli, ekki er samt gott að vera alltaf í fjölmiðlum og segja bara eitthvað útí buskann og allra síst að vera með hroka og leiðindi.

Þjálfarar þurfa að hafa gott vit á leiknum og gott auga fyrir leikmönnum sem henta í liðið sitt, og ekki taka einhverja óþarfa áhættu í leikmanna kaupum eins og kemur fram hér að ofan, bara kaupa rétta leikmenn fyrir rétt verð, og hafa leikmenn sem geta gert mismunandi hluti í mismunandi stöðum og brotið upp leiki síðsins.





Þetta er bara brot af því sem þarf og er þetta bara mitt álit á hlutunum og margir aðrir hafa önnur álit á því hvernig lið eiga að vera og er það bara gott mál, því leiðinlegt yrði það nú ef öll lið væru að leika eins bolta.
Hook - Ups