loksins er Dean Richards farinn til Tottenham Hotspur. Þetta mál er búið að vera í gangi það sem af er tímabili og loksins er sagan á enda. Kaupverð er 8,1 milljón punda og hafa Spurs fallist á að greiða þá upphæð í tvennu lagi. Hinn 27 ára varnamaður hefur skrifað undir 4gra ára samning. Nú er bara að sjá hvort hið meiðlsum hrjáða lið Tottenham nái einhverjum árangri þetta árið. Lykilvarnarmenn eru meiddir a.m.k. til jóla, það er Carr,Doherty og Bunjecevic. Svo er Sergei Rebrov óánægður með nýja managerinn, en hann hefur ekki fengið mikið að spreyta sig eftir að Hoddle tók við liðinu. Mín persónulega skoðun er Ferdinand út og Rebrov inn! þótt Ferdinand sé góður þá er ekki gott að hafa tvo 35 ára menn í fremstu viglínu ;)