Maðurinn frá frosna landinu - Eiður Smári Guðjohnsen Ferill Eiðs Smára Gudjohnsen


Þann 15. September 1978 fæddist hinn ljóshærði og bláeygði Eiður Smári Gudjohnsen, sonur fyrrum landsliðsmanns Arnórs Gudjohnsen.
Eftir að hann og fjölskylda hans fluttu til Íslands frá Belgíu þar sem faðir hans var í atvinnumennsku í fótboltanum þá byrjaði hann að æfa með Val.
Þegar Eiður var fimmtán ára spilaði hann fyrsta aðalliðsleik sinn fyrir Val, en var samt búinn að spila fyrir undir 16.ára landslið Íslands aðeins 13 ára gamall.
Hann gekk svo til liðs við stórliðið í Hollandi, PSV Eindhoven og spilaði þar meðal annars með Ronaldo núverandi framherja Real Madrid.

Eiður lék sinn fyrsta leik með PSV gegn NAC þar sem hann kom inná sem skiptimaður á 82. mínútu.Hann skoraði fyrsta mark sitt fyrir PSV gegn Voledam þar sem hann skoraði fimmta mark leiksins. Fyrsti leikur hans í Evrópukeppni var gegn hans núverandi liði Barcelona.

Eiður kom svo inná sem skiptimaður fyrir föður sinn Arnór í landsleik Íslands og Eistlands í Tallinn, en það er fyrsta skiptið sem feðgar leika sama landsleikinn en ekki gátu þeir leikið inná á sama tíma, en það hefði verið í eina skiptið sem það hefur verið gert.

Seint um árið 1996 braut hann á sér öklann eftir að hafa spilað 13 leiki fyrir PSV og skorað nokkur mörk. En þá virtist ferill hans vera á niðurleið þar sem hann náði ekki að jafna sig og ferðaðist langar leiðir til að finna læknishjálp fyrir þessu en ekkert gekk. PSV leistu hann svo undan samning og þá fór hann til KR til að reyna að ná að spila aftur.

Eftir nokkurn tíma hjá KR gekk hann til liðs við ensku fyrstudeildarliðið Bolton Wanderers. Það tók hann pínu langann tíma að koma sér í gang en hann spilaði 6 leiki fyrir varaliðið og skoraði 3 mörk. Fyrsta leik sinn spilaði hann svo gegn Birmingham í 3-1 sigri Bolton. En ennþá var Eiður ekki í nógu góðu leikformi, en svo náði hann að bæta sig og skoraði 21 mark í fyrstu deildinni tímabilið 1999-2000 og keyptu þá Chelsea hann á 4 milljónir punda vegna lélegrar fjárhagstöðu Bolton.

Eiður var kominn í ensku Úrvalsdeildina og lék þar undir stjórn Gianluca Vialli og við hlið Jimmy Floyd Hasselbaink skoraði hann 21 mark tímabilið 2001-2002 og hjálpaði Hasselbaink að skora 27 stykki. Hæfileikar hans í að taka menn á og tækni hans ásamt frábærri getu til að klára færin gerði hann að einum af betri sóknarmönnum deildarinn og tókst honum að skora mörg falleg mörk fyrir Chelsea, og má þar einna helst nefna hjólhestaspyrnuna hans gegn Leeds. Hann skoraði fyrstu þrennuna sína Chelsea gegn Blackburn í Október 2004.

Eftir að Roman Abramovich keypti lið Chelsea gengu margir góðir leikmenn til liðs við Chelsea og má þar t.d. nefna sóknarmennina Adrian Mutu, Didier Drogba og Hernan Crespo og ekki talið líklegt að hann myndi koma mikið við sögu, en engu að síður lék hann stórt hlutverk fyrir liðið tímabilin 2003-2004 og 2004-2005 og lék þar sem bæði sóknarmaður og miðjumaður. En svo minnkaði það aðeins tímabilið 2005-2006 en þá var hann fyrir neðan Didier Drogba og Hernan Crespo í sókninni og Michael Essien á miðjunni.

Núna í sumar tók stefna Eiðs óvænta stefnu en víst var að hann myndi fara frá liði Chelsea þar sem hann fékk ekki nógu marga sénsa og ekki myndi þeir aukast eftir að liðið keypti Andriy Shevchenko, Salomon Kalou og Michael Ballack. En talað var um að hann myndi ganga til liðs við Manchester United, Real Madrid, Tottenham og fleiri en svo skrifaði hann undir hjá Evrópu- og Spánarmeisturunum í Barcelona en þeir keyptu hann á 8,2 milljónir punda. Þá fluttist hann með fjölskyldu sína til Katalóníu og skrifaði þar undir 4 ára samning við liðið ásamt möguleikanum á viðbættu ári. Greinilegt að Eiður sé að taka risastórt skref á sínum ferli þar sem hann hefur spilað núna með tveimur af stærstu liðum í Evrópu og mun spila við hlið eins besta ,ef ekki þess besta, Ronaldinho (sem valdi Eið í draumalið sitt) og mörgum frábærum leikmönnum.

Frank Rikjaard, stjóri Barcelona hefur verið duglegur að hrósa Eið eftir að hann gekk til liðsins og einnig hafa liðsfélagar hans hrósað honum í hástert. Hann mun spila í treyju númer 7 sem að Henrik Larsson spilaði í síðasta vetur og margir frábærir aðrir leikmenn. Og þess má geta að hann er fyrsti Íslendingurinn sem spilað hefur fyrir Barcelona.

Eiður lék sinn fyrsta leik fyrir Barcelona í æfingarleik gegn AFG Aarhus nú á dögunum og skoraði meðal annars eitt “mark” í leiknum en hann átti skot sem átti viðkomu í varnarmann og hafnaði í netinu og sumir telja sjálfsmark en aðrir ekki og ég er ekki viss hvort það hafi verið, en vonandi að hann haldi góðri byrjun og nái að festa sig í sessi á Spáni.

Íslendingar mega vera stoltir af þessum frábæra knattspyrnu manni sem hefur afrekað mikið á ferlinum og á mikið eftir.
Hook - Ups