Nú þegar 3 umferðir eru að baki í Serie A verður að segjast að gengi þriggja toppliða er ekki eins við var að búast. Jafnvel spurning hvort tekið sé að hitna undir þjálfurunum.
Fyrst er að nefna SS Lazio. Stjörnum prýtt hefur liðið gert þrjú jafntefli við lið sem eiga að vera slakari, og aðeins náð að skora eitt mark! Ekki víst að Sergio Cragnotti nenni þessu mikið lengur. Sagt er að Alberto Zaccheroni (Udinese, Milan) bíði átekta, tilbúinn að taka við.
Ekki er það betra hjá Parma. Þeir töpuðu um helgina fyrir Bologna og hafa enn ekki unnið leik - 2 jafntefli og eitt tap eftir þrjár umferðir. Renzo Ulivieri verður að fara gera eitthvað í þessu; liðið er miklu betra en þetta!
Loks er að nefna núverandi Ítalíumeistara, AS Roma. Þeir eru með sama record og Parma, bara ennþá lélegri markatölu. Ofan í kaupið þá hófu þeir þátttökuna í CL með tapi gegn Real Madrid. Reyndar myndi ég nú ekki segja að Capello sé í neinni hættu, en það er samt ekki seinna vænna að fara að girða sig og spila almennilegan bolta.