Valur bikarmeistari kvenna 2001 Kvennalið Vals varð bikarmeistari í áttunda sinn laugardaginn þegar það vann Breiðablik 2-0 í úrslitaleik á Laugardalsvelli. Sigurinn var sanngjarn. Eftir 11.mínútna leik voru Vals-konur óheppnar að komast ekki yfir þegar Dóra Stefánsdóttir skaut í stöng. Markalaust var í hálfleik en í upphafi þess síðari voru Blikastúlkur ferskari eftir slappan fyrri hálfleik. Þær skoruðu á 52.mínútu en markið var ranglega dæmt af. Dóra María Lárusdóttir kom svo Valsstúlkum yfir fimm mínútum síðar en hún er aðeins 15 ára gömul. Á 64.mínútu kom seinna mark leiksins og var þar að verki Ásgerður Ingibergsdóttir sem nýtti sér hræðileg varnarmistök Blikastúlkna. Breiðabliks-liðinu vantaði 9 leikmenn sem voru í liðinu sem lagði grunninn að Íslandsmeistaratitlinum fyrr í sumar. En sigurinn hjá ungu liði Vals var glæsilegur og ég ætla að nota tækifærið og óska þeim til hamingju.