Úrslitaleikur milli ÍBV og ÍA um næstu helgi Þegar leikur ÍA og Fylkis var flautaður á í gær var það ljóst að erfitt var að spila fótbolta við þessi skilyrði. Dómari leiksins ákvað því að flauta leikinn af eftir 20.mínútur. Þá var staðan 1-0 fyrir ÍA en það mark myndi engu skipta þegar leikurinn yrði endurtekinn því byrjað yrði í stöðunni 0-0. Leikurinn var spilaður í dag og má segja að réttlætinu hafi verið fullnægt á 33.mínútu þegar Kári Steinn Reynisson kom ÍA yfir en hann skoraði markið í gær. Kristinn Tómasson, Fylki, fékk að líta rauða spjaldið á 45. mínútu. Hjörtur Hjartarsson tryggði sér markakóngstitilinn með tveimur mörkum og ÍA vann 3-0.

Þetta var síðasti leikur 17. umferðar Símadeildar karla. Akranes komst á toppinn í deildinni með sigrinum. Á Sunnudaginn mæta þeir ÍBV í hreinum úrslitaleik um Íslandsmeistaratitilinn. Fylkismenn hafa verið á mikilli niðurleið að undanförnu en ekki er langt síðan að flestir spáðu því að þeir myndu hirða dolluna. Eyjamenn haf komið á óvart og hafa hægt og rólega sigið upp töfluna. ÍA og Fylkir eigast aftur við á Miðvikudag í undanúrslitum Coca Cola bikarsins.

Lokaumferð Símadeildarinnar:
Laugardaginn 22.September
14:00 Breiðablik - Valur
14:00 Fram - Keflavík
14:00 Fylkir - FH
14:00 Grindavík - KR

Sunnudaginn 23.September
14:00 ÍBV - ÍA



ÍA - Fylkir 3-0
1-0 Kári Steinn Reynisson (33)
2-0 Hjörtur Hjartarsson (55)
3-0 Hjörtur Hjartarsson (89)