ítölsk knattspyrna, R.I.P Ég man ennþá eftir því þegar Liverpool vann Juventus í 8-liða úrslitum í Meistaradeild Evrópu árið 2005. Ég hugsaði með mér þá… ,,Að vinna einn stærsta klúbb og jafnvel eitt besta lið í evrópu, þetta er rosalegt”
Ég man eftir því að monta mig daginn eftir í skólanum. Það var verulega ljúft að labba að öllum Man Untd stuðningsmönnunum og spurja þá… ,,Hvernin gékk ykkar liði í Meistardeildinni?”

Núna er þetta stóra Juventus lið farið til fjandans!
Þetta lið er ekki einu sinni í bestu deildinni! Þetta stórlið spilar ekki í seriu A, heldur í seriu B á næsta tímabili.
Þetta er allt að gerast útaf stóra spillingarmálinu á Ítalíu.
,, Forsvarsmenn ítalska knattspyrnusambandsins (FIGC) hafa sett af stað rannsókn vegna gruns um að forráðamenn Jvuentus hafi á undanförnum árum notfært sér góð sambönd við æðstu menn FIGC og náð með þeim hætti að hagræða úrslitum sér í hag. Í ljós hafa komið upptökur af símtölum Luciano Moggi, hæstráðanda hjá Juventus, við Pierluigi Pairetto en í þeim samtölum leggur Moggi fram ákveðnar óskir um hvaða dómara hann vilji fá til þess að dæma leiki Juventus.”

Það kom í ljós að þetta voru fjögur lið sem áttu þátt í þessu spillingsmáli. Þetta eru þau Juventus, Fiorentina, Lazio og AC Milan. Það síðastnefnda fékk að vísu mun slakari refsinu heldur en hin liðin. Juve, Fiorentina og Lazio spila öll í Seríu B á næsta ári en AC Milan fær að halda sætinu sínu í Seríu A, en fær ekki að keppa í Meistaradeildinni (Liverpool vann til dæmis AC Milan í úrslitaleiknum sama ár og þeir slóu Juventus út) og þeir byrja með mínus stig
Hin liðin byrja líka með mínus stig en Juve byrja með 30 mínus stig, þannig þeirra von er nánast útilokuð að komast upp þarnæsta tímabil, plús þá er búið að taka af þeim tvo titla sem þeir unnu á síðasta tímabili.

Ég fylgdist ekki mikið með ítölsku knattspyrnunni en núna er gjörsamlega búið að eyðileggja ítölsku deildina. Margar stórstjörnur fara líklegast frá liðunum sínum og mjög líklega frá ítalíu þannig að það má segja bless við þessa ítölsku knattspyrnu.
Núna verður minna áhorf í sjónvarpi og áhorfendum á leikjum á eftir að fækka um mörg hundruð þúsund. Það verður ekki vinsælt fyrir túrista að fara til Ítalíu og skella sér á einn leik þannig þetta er allt búið.

Ítalska knattspyrnan
R.I.P