Tvö Akureyrarlið í Símadeildinni á næsta ári KA tryggði sér um helgina sæti í Símadeildinni í knattspyrnu að ári, er liðið gerði jafntefli við Þrótt 2-2 á útivelli. KA hlaut tveimur stigum meira en Þróttur, og fer upp um deild ásamt nágrönnum sínum í Þór sem tryggði sér sigur í deildinni í gær. Tindastóll fellur niður í 2. deild ásamt KS. Stólarnir gerðu 2-2 jafntefli við KS. ÍR bjargaði sér með því að leggja Leiftur 3-1. Breiðhyltingar enduðu með fjórum stigum meira en Tindastóll.

Lokastaðan í 1.Deild:
1 Þór A. 18 (+34) 41
2 KA 18 (+22) 37
3 Þróttur R. 18 (+13) 35
4 Stjarnan 18 (+18) 32
5 Leiftur 18 (-3) 23
6 Víkingur R. 18 (+1) 22
7 Dalvík 18 (-12) 22
8 ÍR 18 (-10) 20
9 Tindastóll 18 (-19) 16
10 KS 18 (-44) 3

Markahæstu leikmenn (leikir innan sviga):
16 - Hreinn Hringsson, KA (16)
16 - Orri Freyr Óskarsson, Þór A. (17)
15 - Garðar Jóhannsson, Stjarnan (17)
13 - Jóhann Þórhallsson, Þór A. (14)
13 - Sumarliði Árnason, Víkingur R. (17)