Guðjón Þórðarson rær að því öllum árum þessa dagana að finna einhvern framherja til þess að taka stöðu Peter Thorne sem hefur verið seldur til Cardiff.

Guðjón hafði umsvifalaust samband við Leicester City og óskaði eftir því við Peter Taylor að fá Arnar lánaðan til Stoke.

Taylor tók ágætlega í það og fannst í góðu lagi að lána Arnar í einn mánuð enda Arnar ekki í mikilli leikæfingu.

Arnar hafði aftur á móti ekki áhuga á því að fara til Stoke á ný, en hann var lánaður þangað leiktíðina 1999-2000, og ætlar hann að berjast áfram hjá Leicester.

Leit Stoke að framherja heldur því áfram…


Hver heldur þú að það verði?