Eins og flest allir ættu að muna þá vann Liverpool Meistaradeildina 2005. Rétt áður lést Jóhannes Páll Páfi eftir að hafa værið nær dauða en lífi í mörg ár, en markmaður Liverpool, Jerzy Dudek, var í miklu uppáhaldi hjá páfanum enda báðir frá Pollandi.
Ég spyr, er það einhver tilviljun að Liverpool hafi unnið Meistaradeildina og meðal annars unnið lið í úrslitaleiknum sem að var talið miklu betra svo ekki sé minnst á að þeir lentu 3:0 undir. Nú ekki nóg með að Dudek var frábær í leiknum heldur varði hann ótrúleg skot í endan meðal annars frá þrumuskot frá Andry Shevchenko af stuttu færi. Einnig varði hann eins og berserkur í vítaspyrnukeppninni og tryggði Liverpool sigurinn. Skyldi hann Jóhannes páll hafa haft eitthvað með það að gera?

Svo fyrir stuttu þá var brotist inn á heimili Jerzy og fullt af hlutum stolið svo sem gullmedalíunni frá Meistaradeildinni, fullt af markmannstreyjum og hönskum, nokkur úr og rándýr Porce. Innbrotsþjófarnir skildu mjög lítil ummerki eftir sig en samt fannst allt þýfið nema Porce-inn, sem að var eiginlega eini hluturinn sem að hafði enga tilfingalega meiningu fyrir Dudek og var hann búinn að segja að honum var alveg sama um, og par var handtekið í sambandi við málið…..tilviljun?

Það er greinilegt að himnarnir standa með Liverpool og þá helst Jerzy Dudek og er þar Jóhannes Páll Páfi fremstur í flokki. Ég meina er það einhver önnur leið að vinna miklu betra lið (svo talið sé) eftir að vera 3:0 undir í hálfleik, verja eins og berserkur eftir að vera frekar lélegur allt árið og fá aftur fullt af hlutum sem áttu að vera glataðir. Ég held ekki….

P.S. Ef ég er ekki að guðlasta neitt með þessari grein og ég er líka Liverpool fan ef þú varst að pæla.