Grindvíkingar tóku á móti Skagamönnum í dag, og maður var varla búinn að setjast niður fyrir framan sjónvarpið (vaknaði svo seint að ég nennti ekki á leikinn:)) þegar Grétar Hjartarson var búinn að koma Grindvíkingum yfir, Scotty stakk inná hann og Grétar smellti í markið á hlaupum fyrir utan teiginn, markið kom á 2. mín. Síðan strax á 9. mínútu skoraði Grétar aftur eftir að hafa tekið frákast frá Kela og Grindvíkingar komnir í 2-0. Glæsilegt byrjun gegn toppliðinu.

Í seinnihálfleik setti Grétar síðan þriðja og síðasta markið, eftir fyrirgjöf frá X (minni mitt á sér sín takmörk:)), skalli útvið stöng, óverjandi fyrir Ólaf þar sem hann hreyfði sig ekki :)

Skagamenn sáu í rauninni aldrei til sólar í þessum leik og áttu fá færi. Grindvíkingar mættu eins og grenjandi ljón í leikinn, pressuðu Skagamenn stíft og voru gríðarlega samstíga í öllum aðgerðum. Grindvíkingar mættu allir með aflitað hár(meira að segja Janko kallinn:)) og setti það skemmtilegan svip á leikinn, þessi mikla stemming er samt að koma full seint því Grindvíkingar eru því miður búnir að vera spila langt undir getu í nánast allt sumar en sýndu í þessum leik að þeir eru eitt besta liðið á Íslandi.
_ _ _ _ _ _ _ _ _ _ _ _ _ _ _