Eggert Stefánsson fer til Ipswich til reynslu Hinn ungi og efnilegi miðvörður Framara, Eggert Stefánsson, mun dveljast hjá enska úrvalsdeildarliðinu Ipswich Town í viku eftir að tímabilinu hér heima lýkur. Fleiri lið hafa sýnt áhuga á þessum framtíðarlandsliðsmanni okkar. Þar er hægt að nefna Bayer Leverkusen, Lyon og Rosenborg. Eggert hefur farið á kostum í liði Fram í sumar sem er að berjast gegn falli. Hinsvegar hefur frammistaða hans með u21 landsliðinu vakið mestan áhuga erlendu liðanna. Ef þið viljið kíkja á Eggert þá mun hann væntanlega spila með liði sínu gegn FH í Laugardal á Sunnudagskvöld. Það er þó óvíst þar sem hann meiddist í U21 landsleiknum gegn Norður Írum.