Sven Göran-Eriksson, landsliðsþjálfari Englendinga hefur líklega verið einn manna duglegastur að komast á forsíðu fjölmiðla Englands eftir að hann valdi hóp Englendinga sem fer til Þýskalands að keppa í Heimsmeistarakeppninni í sumar. Eriksson tók eina undarlegustu ákvörðun síðari ára þegar hann ákvað að setja 17 ára ungstirnið Theo Walcott í sinn hóp.

Theo Walcott spilaði mjög vel fyrri part tímabilsins fyrir hönd Southampton, aðeins 16 ára gamall. Hann fór strax að verða sotmark stóru liðanna að fá hann í sínar raðir, Chelsea, Liverpool, Manchester United, Arsenal og Tottenham voru öll sögð á eftir kappanum. Hann gekk til liðs við Arsenal nú í janúar, Walcott hefur hins vegar ekki enn spilað leik með aðalliði Arsenal og því þykir þessi ákvörðun ansi undarleg.

Sven Göran-Eriksson sagði fyrir stuttu að frammistaða Pele á HM 1958 aðeins 17 ára gamall hafði haft áhrif á val hans á Theo. ,,Ég fylgdist með HM 1958 í sjónvarpinu á sínum tíma og man eftir því þegar Pele fór að slá í gegn aðeins sautján ára gamall. Það var alveg ótrúleg saga. Við förum með Theo sem er einnig sautján ára gamall á HM. Ég er ekki að segja að hann muni gera það sama og Pele en hann gerir góða hluti,” Sagði Eriksson fyrir stuttu.

Svo er það hin umrædda fyrirliðastaða Englendinga, flestir sem ég þekki finnst að David Beckham eigi ekki að gegna fyrirliðastöðunni hjá Englandi heldur annað hvort John Terry eða Steven Gerrard núverandi fyrirliðar Englandsmeistara Chelsea og bikarmeistara Liverpool. Ég er heldur ósammála því að þeir eigi að gegna stöðunni, Terry og Gerrard hafa mun minni reynslu en David Beckham, Terry og Gerrard eru báðir 26 ára eða fæddir 1980 en Beckham er 31 árs gamall og var fæddur 1975 og gæti þetta þess vegna verið hans síðasta HM.

Forvitnilegast fyrir minn smekk verður að fylgjast með hvernig ungu drengirnir Theo Walcott hjá Arsenal og Aaron Lennon hjá Tottenham munu koma til með að plumma sig í sumar og gætu þeir verið leynivopn Englendinga í sumar. Lennon var í byrjunarliði Englendinga sem tapaði fyrir Hvít-Rússum fyrir nokkru síðan í undirbúningi fyrir HM og var hann besti maður Englendinga að flestra mati, Theo Walcott kom inná fyrir Michael Owen einnig í leiknum og átti góða spretti og sagði m.a. Sven Göran Eriksson að nokkrir leikmenn hafi spilað rúgbý til að stöðva Theo.

Val Sven á framherjum kemur mér einnig á óvart, hann setur 4 framherja í liðið, þá Wayne Rooney, Peter Crouch, Michael Owen og Theo Walcott. Wayne Rooney ristarbrotnaði í leik gegn Chelsea undir lok leiktíðar og lengi var haldið að hann myndi missa af HM, staðfest er að hann missir a.m.k. af riðlakeppninni en óvíst með framhaldið ef England kemst áfram. Ef ég hefði verið stjóri Englands á þeim tíma sem Sven staðfesti liðið hefði ég ekki tekið Wayne Rooney með því á þeim tíma fannst mér það of mikil áhætta. En í dag er ég aðeins í vafa um að hann hafi gert rétt, ég hefði sennilegast sett Darren Bent í stað hans og Defoe framyfir Walcott.

Lykilmenn Englands á HM í sumar: Það er engin spurning um að mér finnst Steven Gerrard vera sá besti í enska landsliðinu þessa stundina, maðurinn er ótrúlegur, hann er einn sá besti í heiminum, að mínu mati er hann og Ronaldinho og Thierry Henry vera þeir bestu í heiminum. Strákurinn hefur leiðtogahæfileika, hann er magnaður í löngum skotum og segir leikin aldrei búinn fyrr en dómarinn flautar lokaflautinu, hann getur gjörsamlega breytt leiknum eins og sást til dæmis í úrslitaleik FA bikarsins þegar hann hamraði boltan í netið af löngu færi í uppbótartíma og jafnaði þá leikinn. Hann kann vel að senda og hefur ágætis tækni drengurinn. Svo er John Terry lykilmaður einnig en hann er eini varnarmaðurinn hjá Englandi sem á fast sæti í byrjunarliðinu að mínu mati.

Fylgist með þessum: Aaron Lennon - 19 ára hægri kantmaður hjá Tottenham. Þó ég sé Arsenal maður þá fýla ég þennan mann í botn. Hraðinn á honum er alveg ótrúlegur og af því sem ég sá af honum á tímabilinu var hann stöðugt ógnandi andstæðingnum með hraða sínum og baráttu.

Myndin hér að ofan sýnir líklegt byrjunarlið Englendinga í þeirra fyrsta leik á HM. Að mínu mati þá er þetta alveg hárrétt val hjá Sven nema aðeins 1 atriði, ég myndi setja Jamie Carragher í byrjunarliðið á kostnað Rio Ferdinand. Mér finnst Carra hafa verið traustur varnarmaður mest allt tímabilið meðan Rio hafði verið að ströggla svolítið á þessari leiktíð og mér finnst Carra bara eiga skilið að vera í byrjunarliði Englendinga við hlið John Terry í vörninni.

Læt þetta gott heita, kveðja,
Eyþór Ernir.