Hvað er að Chelsea ? Ok núna fer maður að líka æ betur við reglurnar í bandarískum íþróttum þótt að þær hafi alltaf verið betri í fótboltanum hérna í Evrópu. Ástæðan er Chelsea. Í þessari viku hafa þeir eytt 46 milljónum punda í tvo leikmenn. Ok, annar þeirra er Shevchenko en hann er samt 29 ára.
Hinn er Jon Obi Mikel. Sem United maður ætti ég ekki að vera það fúll því að United fengu 12 milljónir fyrir hann en það er sama verð og þeir keyptu Cristiano Ronaldo á. Chelsea hins vegar kaupa leikmann á 16 milljónir sem mér finnst óhætt að segja að hafi ekki sömu hæfileika og Ronaldo og í þokkabót er þetta vandræðagemlingur af hæstu gráðu.

Þeir snýta þessum peningum út úr vinstri nösinni eins og ekkert væri sjálfsagðara og yfiryfirbjóða öll lið sem eru á höttunum á eftir sama leikmanni. Chelsea fans hljóta að vera sammála að til eru takmörk fyrir eyðslu.

Svo langar mig líka að vitna aðeins í Mourinho þegar hann var að tala um kaup á portúgölskum markverði sem heitir Hilario. Hann sagði að þessi markvörður væri einmitt það sem hann vantaði til að berjast um varamarkvarðarstöðuna. Vantaði. Nú finnst mér hann hljóma eins og rík, ofdekruð pabbastelpa.

Hve margir spila með Chelsea núna og gerðu það líka fyrir 3-4 árum síðan? Hvað er orðið um alla uppalda Chelsea leikmennina?
Á fyrsta tímabili Mourinho voru tungumálaörðuleikar því fáir töluðu ensku og var það frægt að leikmennirnir komu alltaf inná með miða. Svona er þetta líka orðið í unglingaliðinu þeirra því þeir hirða líka leikmenn hvaðan að úr heiminum.

Chelsea fans vilja nú kannski meina að þetta sé fullmikil árás og hálfgerð öfund hjá mér. Ég öfunda samt ekki neitt. Hvað er til að öfunda? Man Utd áttu mikinn pening og gátu notað mikið til eyðslu þó að það sé ekki eins mikið hægt þar sem Glazer kom (that fucker).
Ég veit alveg að það eru önnur lið sem kaupa marga leikmenn eins og t.d. Barcelona sem keyptu flesta leikmenn fyrir seinasta tímabil. Þeir spila þó skemmtilegan fótbolta enda ekki hægt að biðja um minna.

Svo eru viðskiptahættir Abramovich ekki alveg lögleg. Allir eru saklausir uns sekt eru sönnuð. Ég trúi ekki alveg á þessa setningu enda er hægt að koma skuldina á menn fyrir neðan sig og fela slóð sína eins og hann Roman gerir. Svo hjá honum, eins og hjá Frank Sinatra, hjálpar mafían honum með ýmisslega eins og viðskiptin við CSKA Moscow. Ekki hægt að sanna það þó að háttsettir rússneskir mafíósar séu vinir hans en eins og flestir vita þá er mjög erfit að sanna sekt mafíósa þó að flestir vita að starfsemi þeirra sé ólögleg.

Ég ætla að láta þetta nægja en ég varð bara að láta þetta úr mér eftir að mikill hiti hafi byggst upp í kringum þetta lið og þessi fáránlegu háu kaup á Jon Obi Mikel voru kaup sem létu sjóða upp úr mælinum.

U.þ.b. 40mill eytt í leikmenn hingað til og ég á vona á að sjá þennan pening hækka.
“There's no such thing as stupid questions, just stupid people.”