Þessi frábæri leikur íslendinga endaði með 3-1 sigri gegn sterku liði tékka sem vissi ekki hvort það var að koma eða fara. Á cnn var sagt að þetta hafi verið væntanlega besti leikur íslands frá upphafi. Leikmenn íslands voru allir eins og hetjur og loksins fann Atli rétt lið til að stilla upp.

Árni Gautur Arason var mjög traustur í markinu og bjargaði því sem bjargað varð. Hann átti enga möguleika í mark tékkanna en hver hefði átt möguleika?
Auðunn Helgason spilaði vel í hægri bakverðinum var duglegur að vinna boltann, skíla honum og koma honum fram góoður leikur.
Arnar Þór Viðarsson spilaði sinn besta landsleik hingað til ég hef nú ekki fundist hann nógu góður til að vera í landsliðinu en ef hann spilar svona vel þá má hann svo sem vera þarna
Hermann Hreiðarsson, the Herminator stendur alltaf fyrir sínu og var sem klettur í vörninni og var búinn að sóla vel upp einu sinni og kom helga í gott færi sem var því miður rangstæður
Eyjólfur Sverrisson (Berlínarmúrinn) sýnir það og sannar afhverju hann er besti íslenski leikmaðurinn, virðist sá eini sem getur skorað eitthvað að viti og hann er aftastu og verst einnig eins og klettur,(hvernig væri liðið með 11 eyjólfa) hann getur spilað hvar sem er á vellinum og var tvímælalaust maður leiksins.
Pétur Marteinsson búinn að finna sína réttu stöðu hann spilaði mjög vel og á heima í þessu liði.
Arnar Grétarsson ég var nú lítið að fylgjast með honum í leiknum aðalega Jóhannesi en hann vann vel á miðjunni og spilaði ágætlega
Jóhannes Karl er næsta stórstjarnan á íslandi verður að vera fastamaður í liðinu það sem eftir er var næst besti maður vallarins og vonandi alltaf í liðinu.
Helgi sigurðsson var ógnandi og go´ður í leiknum o´heppinn að skora ekki ég hef nú ekki haldið uppá hann en hann hefuru tekið framförum
Eiður Smári Guðjónssen var ósýnilegur í fyrri hálfleik þangað til hann tók þessa góðu aukaspyrnu sem gaf mark var ógnandi í seinni hálfleik og var arkitektinn að 2 marki íslendinga mjög góður knattspyrnu maður á ferð.
Andri Sigþórsson réttur maður á réttum stað á réttum tíma setti eitt mark og var ósýnilegur fyrir utan það en skoraði dýrmætt mark en mér finnst hann ekki nógu góður til að vera þarna