Nú berast þær fregnir á Teamtalk að Westerveld sé jafnvel á leiðinni til Ajax eftir að liverpool keypti Dudek. Westerveld sjálfur segist ekki vera ánægður með Houllier og ætli að ræða við hann og fá að vita hverjar áætlanir hans séu þegar hann kemur heim frá æfingum með Hollenska landsliðinu. Houllier var búinn að lofa Sander tækifærinu til að sanna sig sem markmann nr 1 hjá liðinu og nú virðist það loforð ekki vera neitt rosalega marktækt. Það er þó talið ólíklegt að hann fari frá Liverpool því að það er talið að Houllier vilji hafa sem mesta breidd í liðinu til þess að aðstoða sig við það að keppta bæði í Meistaradeildinni og í Ensku úrvalsdeildinni.
Joi Guðni