Spá fyrir sumarið 1. Valur, þó svo að það særi mig mjög mikið að setja Val á toppinn í staðinn fyrir KR þá verður maður að reyna að vera raunsær en KR er enn óslípað að mínu mati og Valur er með fanta góðan hóp. Málið með Val er að þeir eru gífurlega sókndjarfir og hafa fáranlega góða miðju og sóknarmenn svo sem Sigurbjörn, Baldur Aðalsteins og Pálma Rafn á miðju svo er einn besti strikerinn í deildinni Garðar Gunnlaugsson ásamt manninum með mesta leikskilninginn í deildinni Gumma ben. Þjálfarinn gerði fáranlega góða hluti með Val á seinustu leiktíð og skilaði Visa dollunni í hús og liðið endaði í 2 sæti. Hann er með vinningsformúluna á hreinu en hann vann deildina með KR 02-03

Lykilmenn : Gummi Ben, Bjössi, Garðar og Valur Fannar.

2. KR, þrátt fyrir að liðinu hafi gengið brösulega á undirbúningstímabilinu þá held ég að liðið nái evrópusætinu. KR er búið að fá einn reyndasta íslenska þjálfarann hann Teit frá Noregi og hann mun sannarlega ekki hætta með félaginu fyrr en hann hafi náð að sigra deildina allavega einu sinni. Ég held samt að þetta sé ekki árið. Þeir verða að læra að spila saman og svo eru kjúklingar sem eru frekar reynslulitlir hvað varðar deildina en hafa þvílíka hæfileika. KR bætti við sig varnarjaxlinn Gulla frá erkifjendunum ÍA og á hann eftir að fara mikið um. Björgólfur Takefusa kom líka til að bæta við störnum í sókninni hjá KR en fyrir eru Grétar, Rógvi og Gunnar sem eru allir mjög góðir og ekki á að vera vandamál að koma tuðrunni í netið. Hinsvegar setur maður kannski spurningarmerki varðandi miðjuna en þar er Bjarnólfur sem hefur verið að kýla mann og annan og ég hef áhyggjur að missa kallinn í bann sem væri hræðilegt því leikmaðurinn er mjög góður og er “bolabíturinn” í liði KR.

Lykilmenn : Gunnlaugur, Kristján Finnbogasson, Bjarnólfur, Grétar Hjartasson og Ágúst Gylfasson.


3. ÍA, eftir að hafað duttið rækilega í lukkupottinn í vetur með að fá til baka týndu synina Þórð Guðjónson og Bjarna er liðið til alls líklegt. Liðið vann seinast deildina 2001 undir stjórn Ólafs Þórðasonar sem er ennþá manager liðsins. Óli getur reynst verið mikill hardass og tognaði einn leikmann ÍA einu sinni þegar hann sagðist ekki geta teygt meira á fætinum þá ýtti Óli fætinum aðeins lengra og hann tognaði. Skemmtileg saga. Liðið hafnaði í 3 sæti í fyrra og mun sennilega blanda sér í toppbáráttuna í ár með fantagóða miðjumenn sem komu úr atvinnumenskunni Þórð og Bjarna.

Lykilmenn : Bjarni og Þórður Guðjónssynir og Arnar Gunnlaugsson

4. FH, eftir tvö frábær tímabil í röð þá held ég að liðið eigi eftir að hitta á lægð. Málið er að það fer í mótið ekki með neinn leiðtoga í hópnum. Eftir að Heimir setti skóna á hilluna var ákveðið að Auðun Helgasson átti að taka við fyrirliðabandinu en hann sleit vöðva og er frá allt tímabilið. FH eru nú samt með menn eins og Tryggva sem er askoti slepur við markið en þeir misstu hinn danska Allan Borgvad en hann fór í Viking. Þrátt fyrir að nær allir séu búnir að spá FH sigur á mótinu þá ætla ég að vera öðruvísi 0.

Lykilmenn : Tryggvi Guðmundsson, Daði Lárusson og Sigurvin Ólafsson.

5. Breiðablik, að sjálfsögðu set ég blikana í númer 5. Frábært félag sem gjörsamlega rúllaði 1.deildinni upp og pakkaði henni saman. Blikarnir spila með fremur ungt lið en eru með menn eins og Marel Baldvinsson og fleiri sem geta skapað mörk. Svo eru þeir með frábæran markvörð, Hjörvar Hafliðasson og hann þarf að standa sig í markinu því það er erfitt að snú við leik í Landsbankadeildinni.Það eru líka ungir kjúklingar sem fá vonandi tækifæri eins og Viktor Unnar og hmm Aron Mattíasson sem er frændi minn believe it or not 0 svo ekki gleyma Gumma Kriss sem ég er nú vanur að klobba ófáum skiptum. Ég vona að þeir grænu standi sig enda topp þjálfari Bjarni Jóhannesson sem er aðstoðarþjálfari Landsliðsins í karla.

Lykilmenn : Marel Balvinsson, Ingvar Þór og Guðmundur Kristjánsson


6. Keflavík, eftir leiðindin með Guðjón Þórðasson í fyrra þá náði Keflavík frábærum árangri í fyrra og enduðu í 4 sæti og áttu fínan sprett í evrópukeppninni. Guðmundur Steinarsson er maðurinn sem verður að spila frábærlega ef að liðið ætlar sér einhver erindi í toppbaráttuna en ég ætla að vera raunsær og spá þeim 6 sætið. Helsti kostur Keflvíkinga er heimavöllurinn þeirra sem er ljónagryfja og ekki gaman að hitta Splash gaurana pirraða yfir tapi ó nei!

Lykilmenn : Guðmundur Steinarsson, Hólmar Örn og Buddy auðvitað.

7. Víkingur, víkingur ætlar svo sannarlega ekki að vera í neinu dúttli í botnbaráttunni í ár ó nei. Þeir fengu uxann sinn frá Val aftur Grétar Sigfinn svo bættu þeir við sig nokkrum útlendingum eins og flest lið. Þjálfarinn er Maggi Gylfa sem átti ekki frábært tímabil hjá KR og var rekinn við miðbik tímabilsins en hann náði mjög góðum árangri hjá ÍBV fyrir 2 árum og kom þeim í evrópukeppnina. Ég spái þeim smá struggli í byrjun móts en rífa sig upp.

Lykilmenn : Grétar Sigfinnur, Carl DIckenson og Viktor Bjarki

8. Fylkir, þetta lið hefur alltaf náð að forðast fall svo lengi sem ég man eftir mér. Þetta verður fyrsta prófraun fyrrverandi aðstoðarþjálfara FH honum Leif Garðarsson sem er efnilegur þjálfari svo mætti segja. Helsti styrkur Fylkis er markvarðastaðan en félagið fékk Fjarar Þorgeirs frá Þrótti útaf Bjarni Halldórsson á víst að vera meiddur og nær sér aftur um miðbik tímabilsins. Ég vona að Bónus grísinn veiti þeim lukku á nýju búningana sína allavega nóg til að forða þeim frá falli.

Lykilmenn : Bjarni Þórðar, Sævar Þór og Haukur Ingi.

9. ÍBV, þeir hafa verið duglegir að fá útlendinga til sín sem er alltaf ákveðin áhætta en þeir fengu kallinn með taglið Bo Hendriksen frá Fram, Jonah Long og fyriliða Úganda Andy Mwesiga. Liðið á góða fortíð og vann seinast titil árið 1998 þegar Steingrímur var í essinu sínu en hann er nú farinn til Selfoss og það mun reynast missir en hann ætlaði reyndar að leggja skóna á hilluna en hver getur svo sem hafnað því að spila í 2.deildinni með selfoss ? Þjálfarinn er frekar óreyndur og ef heimavöllurinn verður ekki í jafn miklu hlutverki og ávalt þá fellur liðið POTTÞÉTT.

Lykilmenn : Bo Henriksen, Jonah Long og Atli Jóhannesson.


10. Grindavík, eftir mörg ár við að berjast við falldrauginn þá held ég að grindvíkingar falli. Þetta verður ekki þeirra ár því miður. Kekic er orðinn eldgamall og eini maðurinn sem getur eitthvað er Óli Stefán. Það verður samt gaman að sjá Scott Ramsey og Paul Mcshane, vonandi berja þeir einhvern á vellinum.

Lykilmenn : Óli Stefan og Sinisa Kekic


Ég hlakka gífurlega til á sunnudaginn og hvet alla til að mæta í Frostaskjól og gera vonir FH um titilinn að engu. Öll komment vel þeginn.

Gurkan tappar hér af!