Liverpool hefur staðfest að samkomulagi hafi verið náð við Feyenoord um kaupin á Dudek. Liverpool gaf út eftirfarandi fréttatilkynningu: "Við höfum lagt áherslu á í viðræðum okkar við Feyenoord að tilboð okkar stendur og fellur með því að við náum að skrá hann til þátttöku í Meistaradeild áður en fresturinn rennur út [á föstudag]. Það þýðir að við þurfum að redda atvinnuleyfi, samþykki alþjóðaknattspyrnusambandsins, og ganga frá læknisskoðun hans í tæka tíð."

Talið er að kaupverðið sé 4,9 milljónir punda.

Ekki fylgir sögunni hvernig skapi Westerwld er í þessa dagana, en hann hefur áður sagt að Houlli hafi sagt sér að það yrðu ekki keyptir aðrir markmenn á Anfield.

Og ekki eru nú miklar líkur á að það sé pláss fyrir bæði Dudek og Westerweld.