Enn og aftur hefur Liverpool sýnt getuleysi á þeirri stundu sem Utd tapar með því að liggja fyrir liði Bolton með klaufalegu marki frá Dean Holdsworth á 89mín. Liverpool sem ekki hefur tapað nema þessum eina leik í síðustu 15 viðureignum sínum var mun sterkari aðilinn en þeim tókst ekki að brjóta á bak 10 manna varnarmúr Bolton manna sem tókst síðan að komast í skyndisókn á 89 mín og skjóta lélegu skoti á markið sem Sander Westerveld átti að verja en hann missti boltan undir sig. Augljóst var að framkvæmdarstjórinn hjá liðinu var mjög ósáttur við niðurstöðu leiksins (2-1) og strunsaði hann strax útaf vellinum. Þetta hefur ýtt undir þá getgátur um að Liverpool sé að fara kaupa Pólska markmanninn Duvak til þess að auka samkeppni um stöðu við Westerveld. Robbie Fowler átti einnig mjög slakan leik fyrir Liverpool og var honum skipt útaf fyrir Emilie Heskey sem skoraði stuttu síðuar(65), en þrátt fyrir þennan slaka leik ofurFowlersins virtist hann ekki vera neitt sáttur við að vera tekinn útaf og miklar getgátur munu koma upp um hann á næstu dögum vegna þessa. Allt í allt þá er það ljóst að Liverpool verður ekki meistari ef þeir spila svona í mörgum leikjum í vetur því að þótt þeir voru sterkari aðilinn þá er það ekki alltaf nóg því að lið sem vinnur Ensku úrvalsdeildina vinnur þá leiki sem þeir eru betri í. Guðni Bergson fyrirliði bolton sagði að þetta hefði verið stórsigur fyrir Bolton menn sem var spáð fall í byrjun leiktíðar en eru nú á toppi Úrvalsdeildarinnar - eina liðið með fullt hús stiga.
Joi Guðni