Öllum að óvörum hefur Sir Alex Ferguson ákveðið að selja hollenska varnarjaxlinn Jaap Stam til SS Lazio. Klárlega búbót fyrir hina himinbláu - Dino Zoff er búinn að jarma eins og kvalin geit í allt sumar að hann vanti toppklassavarnarmann til að vera með lið sem geti keppt um Scudettoinn. Lítur út fyrir að hann hafi fengið sinn mann. Um leið er Sergio Cragnotti orðinn óþolinmóður eftir árangri og hann lét hafa eftir sér að nú væri Zoff kominn með allt sem þarf til að slást um ítalska titilinn. Sá orðrómur gengur að verði gengi Lazio ekki gott alveg frá byrjun muni Alberto Zaccheroni taka við þjálfarastólnum hjá liðinu. Jafntefli á heimavelli um helgina gegn Piacenza (1-1) var ekki til að treysta Zoff í sessi.

Það er annars að frétta af Lazio að Kiko Narvaez, strikerinn sem lék með Atletico Madrid, hefur nú gengið til liðs við Galatasaray í Tyrklandi. Lazio virðast ekki hafa haft áhuga þegar til kom - þótt hann væri á free transfer . . . .