Skagamenn niðurlægðir Belgíska liðið Club Brugge var án sjö fastamanna í seinni leiknum gegn ÍA í forkeppni Evrópukeppninar í gær. Fyrri leikurinn fór ekki vel fyrir Skagamenn því Belgarnir unnu hann 4-0. Róður ÍA var því nokkuð erfiður fyrir seinni leikinn sem fór fram á Laugardalsvellinum fyrir framan aðeins 540 áhorfendur. Það tók Skagamenn aðeins fjórar mínútur að skora fyrsta mark kvöldsins og var þar að verki Andri Karvelsson. Nzelo Lembi jafnaði metinn á 25.mínútu í 1-1 og þannig var staðan í hálfleik. ÍA vill sennilega gleyma seinni hálfleiknum sem fyrst því þar komu yfirburðir gestanna greinilega í ljós og var leikur Akurnesinga hvorki fugl né fiskur. Hvert markið á fætur öðru var skorað á hinn unga Pál Gísla Jónsson markvörð sem kom inná sem varamaður. Ekki er þó hægt að saka Pál um mörkin fimm sem hann fékk á sig. Gaetan Englebert, Peter VanDer Heyden, Gert Verheyen, Andres Mendoza og Sandy Mortens heita markaskorarar Club Brugge í seinni hálfleik en þeir unnu leikinn 6-1 og samanlagt 10-1 úr báðum leikjunum.

“Brugge er gott atvinumannalið og þessi úrslit sína svart á hvítu hvar við stöndum í dag.” sagði Ólafur Þórðarsson þjálfari ÍA í viðtali við Morgunblaðið. Lið heimamanna var töluvert breytt frá seinasta deildarleik því þeir Pálmi Haraldsson, Hjálmur Hjálmsson og Kári Steinn Reynisson voru ekki í byrjunarliðinu. Fylkismenn eru þá fallnir úr Evrópukeppninni líkt og KR og Grindavík. Fylkismenn halda þó merki Íslands á lofti með því að komast áfram á kostnað Pólska liðsins Pogon. Þeir verða í pottinum í dag þegar dregið verður í næstu umferð. Lið eins og Leeds Utd. og AC Milan verða í pottinum og ef Fylkismenn dragast á móti liðum á borð við þau mun liðið fá miklar sjónvarpstekjur. Arnar Björnsson sagði það í Heklusporti að liðið fengi 4,5 milljónir fyrir sigurinn á Pogon og gætu grætt ennþá meira í happdrættinu í dag.