Núna rétt áðan var verið að draga í riðlakeppni meistaradeildiar Evrópu og eru riðlarnir svona:
A riðill: Real Madrid - Roma - L. Moskva - Anderlecht
B riðill: Liverpool - B. Dortmund - D. Kiev - Boavista
C riðill: Arsenal - Mallorca - Schalke - Panathinaikos
D riðill: Lazio - Galatasaray - PSV Eindhoven - Nantes
E riðill: Juventus - Porto - Rosenborg - Celtic
F riðill: Barcelona - Lyon - Leverkusen - Fenerbache
G riðill: Man. Utd. - Deportivo La Coruna - Olympiakos - Lille
H riðill: Bayern Munchen - Spartak Moscow - Feyenoord - Sparta Praha

Fyrirfram held ég að Madrid og Roma ættu að vera nokkuð örugg upp úr A riðli. í B riðli verður hart barist hjá Liverpool, Dortmund og Kiev um efstu 2 sætin en Liverpool og Dortmund ættu að hafa það. C riðill er galopinn og þar held ég að Arsenal, Mallorca og Schalke eigi öll jafna möguleika, en hallast þó að því að Mallorca sitji eftir með sárt ennið. Í D riðli ætti Lazio að vera nokkuð öruggt áfram en þar mun baráttan standa milli Galatasaray og PSV um 2. sætið. Að sama skapi ætti Juventus að vera nokkuð öruggt áfram úr E riðli en öll hin liðin munu berjast hatrammlega um 2. sætið. Í F riðli sýnist mér að Barcelona og Leverkusen ættu að eiga mesta möguleika en Lyon gæti þó sett strik í reikninginn. Ég held að það sé óhætt að segja að G riðill sé ráðinn fyrirfram, þar ættu Man.Utd. og Deportivo að vera nokkuð örugg áfram en aðeins meiri spenna verður í H riðlinum. Þar er Munchen nokkuð öruggt áfram en hin 3 liðin eiga öll möguleika á að komast áfram.

Mín spá um hvaða lið komast áfram er svona:
A riðill: Real Madrid og Roma
B riðill: Liverpool og Dortmund
C riðill: Arsenal og Schalke
D riðill: Lazio og Galatasaray
E riðill: Juventus og Celtic
F riðill: Barcelona og Leverkusen
G riðill: Man. Utd. og Deportivo
H riðill: Bayern Munchen og Spartak Moscow
kv.