Það þýðir ekki að kaupa bara leikmenn, þeir verða að passa inn í leikstíl liðsins, Veron virðist passa ágætlega en hann nær engan veginn að njóta sín og Ruud van Nistelrooy passar engan veginn sem framherji, allavegana ekki meðan að Paul Scholes líkar illa við hann. Leikurinn við Blackburn var sorg að sjá, Veron átti nokkrar fínar sendingar og lagði meðal annars upp markið hans Giggs, en Ruud klúðraði trekk í trekk og endaði með að hann var tekinn útaf. Davið Beckham skoraði beint úr aukaspyrnu stuttu eftir að hann skoraði stórglæsilegt sjálfsmark, en reyndar var þessi aukaspyrna ekki framkvæmd á hinn allra heiðarlegasta máta þar sem að dómarinn fór í Utd skyrtu og lét vörn Blackburn ekki vita hvernig hana ætti að framkvæma. Fabien Barthez gerði sig sekann um skelfileg mistök þrisvar eða fjórum sinnum og ef dómarinn hefði ekki verið Manchester hliðhollur þá hefði Blackburn unnið á fullkomlega löglegu marki sem dómarinn dæmdi af sökum þess að Nathan Blake fór öxl í öxl við Barthez……. FYRIR UTAN MARKTEIGINN!!!! Allir Manchester United aðdáendur sem sáu leikinn við Blackburn ættu að skammast sín! Svona gera menn ekki.