Símadeild kvenna: Blikastúlkur þurfa einn sigur Valur og KR gerðu jafntefli í Símadeild kvenna í gær 3-3. Soffía Ásmundardóttir kom Val yfir, Dóra Stefánsdóttir skoraði eitt og Dóra María Lárusdóttir skoraði jöfnunarmark þeirra en það mark má skrifa á markvörð KR. Helena Ólafsdóttir, Olga Færseth og Hrefna Jóhannesdóttir skoruðu mörk KR í leiknum. KR tapaði tveimur mikilvægum stigum í toppbaráttunni við Breiðablik, sem vann Grindavík á sama tíma 2-0. Breiðablik þarf nú aðeins að sigra í einum leik til viðbótar til að tryggja sér titilinn. Bryndís Bjarnadóttir og Eva Guðbjörnsdóttir skoruðu mörk Blikastúlkna. Leik ÍBV og Stjörnunnar var frestað vegna ófærðar.

Valur - KR 3-3
Breiðablik - Grindavík 2-0


Staðan:
1 Breiðablik 12 (+25) 29
2 KR 12 (+41) 25
3 ÍBV 11 (+31) 22
4 Valur 12 (+11) 16
5 Stjarnan 11 (+3) 16
6 Grindavík 12 (-34) 11
7 FH 12 (-26) 8
8 Þór/KA/KS 12 (-51) 6

Markahæstar:
22 - Olga Færseth - KR
11 - Sarah L Pickens - Breiðablik
11 - Pauline Hamill - ÍBV
9 - Bryndís Jóhannesdóttir - ÍBV
8 - Hrefna Huld Jóhannesdóttir - KR
8 - Guðrún Jóna Kristjánsdóttir - KR