Það er komið babb í bátinn hjá Juventus. Marcelo Salas kemur kannski ekki til liðsins eftir allt. Juve eru búnir að samþykkja, Lazio eru búnir að samþykkja, Salas er búinn að samþykkja….en Darko Kovacevic er ekki tilbúinn að samþykkja. Hann átti að fara í skiptum fyrir Salas en launakröfur hans eru búnar að setja málið í uppnám. Hann vill fá 3,3 milljónir USD í árslaun en Sergio Cragnotti er hreint ekki á því að fallast á það. Juve vilja ólmir frá El Matador fyrir helgina þegar 1. umferð verður spiluð, en útlitið er ekki gott, satt að segja. Salas æfir ennþá með Lazio og hreyfir sig ekki fyrr en allt er frágengið.

Og hvað er með þessa markaskorarakönnun!?!?! SuperSheva ekki valkostur??? Hvað er í gangi!!! Ég tek ekki þátt í svona vitleysu og mun því ekki kjósa í þessari könnun heldur lýsi feitu frati á þetta!! Frraaaaaaaaat!!!