COCO TIL LAZIO

Fréttir frá Ítalíu herma að Milan hafi selt hinn unga varnarjaxl Francesco Coco til Lazio. Þó ég sjái eftir Coco þá er þetta díll sem kemur öllum vel; Lazio þurfa mannskap í vörnina, ekki síst eftir að Negro og Mihajlovic tjónuðust báðir í seinni leiknum við Copenhagen í undankeppni CL; Milan vantar að laga fjárhaginn eftir hressilega eyðslu í sumar; og Coco fær sjálfsagt fleiri tækifæri hjá Lazio þar sem Terim virðist kjósa að nota Serginho fram og til baka á kantinum. Lazio hafa þar með haft betur en Man Utd sem voru einning á eftir leikmanninum.



RIQUELME TIL MILAN 2002

Svo virðist sem Milan hafi gert “pre-contract deal” (e.k. grunnsamning) við Boca Juniors um að stórstjarnan Juan Roman Riquelme gangi til liðs við hina rauðsvörtu næsta sumar. Það væri bara mesti klassinn í heiminum geiminum að fá þennan snilling til AC - hann er rosalegur.



GUARDIOLA BÍÐUR OG VONAR . . .

Pep Guardiola, fyrrverandi fyrirliði Barcelona, gæti átt von á hringingu frá Fatih Terim. Þjálfari Milan er ekki ennþá fullkomlega sáttur við vinnsluna á miðjunni hjá liðiog þar sem Albertini og Redondo eru ekki á fullu pústi ennþá gæti hann notað Pep enda kallinn reynslubolti á besta aldri (31 árs).



DIDA Á LEIÐINNI BURT

Brasilíski markvörðurinn Dida hefur ekki beint slegið í gegn á Giuseppe Meazza San Siro með frammistöðu á vellinum og í ofanálag var hann ákærður fyrir vegabréfamisferli. Nú er svo komið að hann er á sölulista og fer á næstu vikum. Enda er hann í besta falli 3. markvörðurinn hjá Milan í goggunarröðinni , ef ekki sá 4.