Batistuta fer ekki til Aberdeen! Sumir stuðningsmenn skoska úrvalsdeildarliðsins Aberdeen urðu ofsakátir á dögunum þegar þeir lásu það á heimasíðu liðsins að stórstirnið Gabriel Omar Batistuta væri á leið til liðsins frá Roma fyrir 22 milljónir punda. Sagt var að hann yrði kynntur fyrir stuðningsmönnum Aberdeen í vikunni. Staðreyndin er sú að tölvuþrjótar settu þetta inn á síðuna og létu líta út eins og ritstjórar síðunnar hefðu skrifað fréttina. Félagið hefur beðið stuðningsmenn sína afsökunar á því að hafa birt þessa frétt og er því mjög ólíklegt að við fáum að sjá Batistuta í Skosku deildinni í vetur.

Það eru nú væntanlega ekki margir sem hafa lesið þetta og trúað þessu enda er þetta mjöög fjarlægur möguleiki. En það er ekki hægt að neita því að það er gaman að þessu!