Bara láta fólk vita að þetta er grein af manutd.is, fannst bara fín hugmynd að skella þessu hér inn =D
Það er fullt af góðum punktum hjá Mickey kallinum.

Mickey Thomas tjáir sig
Fyrrum leikmaður United fyrir leikinn gegn WBA

Ég vænti þess að leikurinn á laugardag verði harður – hann verði Bryan Robson erfiður þar eð við munum sækja að þeim úr öllum áttum.

Sir Alex Ferguson mun ekki sýna lærlingi sínum nokkra miskunn því hann ætlast til að lið hans nái öllu þeim stigum sem í boði eru í keppninni um 2. sæti deildarinnar. Við höfum þægilegt forskot á Liverpool með þá leiki sem við eigum inni en við verðum að hafa auga á þeim, sérstaklega eftir stórsigur þeirra gegn Fulham á miðvikudag!

Við erum að leika vel í augnablikinu. Samleikur liðsins og færsla hefur verið með miklum ágætum í síðustu leikjum, sérstaklega síðasta sunnudag þegar við tortímdum Newcastle með frjálsum leik og frábæru flæði í samleik okkar.

Ég viðurkenni að nokkur mörk til viðbótar hefðu verið vel þegin – ég var orðinn hálf þreyttur á “Gott færi – framhjá!” hjá fréttamönnunum er lýstu leiknum. Fótboltinn sjálfur frá hendi United var einmitt sá sem maður væntir frá liðinu – opinn og sókndjarfur.

Chelsea er nálægt því að vinna deildina á ný, en ætti ég að velja vildi ég fremur leika fyrir þá rauðu – og ég hygg að flestir núverandi leikmenn myndu segja hið sama því Sir Alex setur aðlaðandi fótbolta í forgang. Persónulega líkar mér ekki leikur Chelsea né Liverpool. Jose Mourinho ræður yfir nokkrum stórkostlegum sóknarmönnum eins og Robben, Duff og Shaun Wrigh-Phillips en leikur liðsins heimilar ekki endilega að þeir leiki svo sem hæfni þeirra býður.

Chelsea vann leik sinn gegn WBA fyrir 2 vikum síðan – en þeir gerðu það án stíls. Það var neyðarlegt að horfa upp á Drogba reyna ná Greening af velli með látbragðsleik sínum. Ég ímynda mér að þetta séu dæmi um þá pressu sem toppliðin eru undir og hvernig þau eiga til að brotna á stundum; rétt eins og Arsenal gerði eftir að við unnum hina svo kölluðu ósigrandi á Old Trafford. Úrslitin brutu sjálfstraust leikmanna niður og Chelsea eru þeir næstu sem skjóta þarf niður.

Ég dáist af Mourinho sem framkvæmdastjóra – rétt eins og Sir Alex, hann á hins vegar til að vera þröngsýnn. Mourinho vill vera sigursæll og lætur engan standa í vegi sínum að markmiðinu. Öðru hverju verður þú að sýna reisn og sýna andstæðing þínum sómasamlega virðingu, burt séð frá því sem hendir á vellinum. Mourinho tók ekki í hönd Bryan Robson að leik loknum þó lið hans hafi haft betur. Hann reynir vissulega að vernda leikmenn sína verður hann að fara með varúð – Mourinho er á góðri leið að verða maðurinn sem allir elska að hata.

Það verður gríðarlegur áfangi fyrir Chelsea að vinna deildina aftur, sem ríkjandi meistarar, en þeir hafa einungis United og Arsenal til að berjast við. Ég efast ekki um að Mourinho muni setjast niður á skrifstofu sinni að keppnistímabilinu loknu, hugsa sem svo að árangur Chelsea sé undir væntingum, því honum auðnaðist ekki að ná því markmiði sem Abramovich setti honum – að vinna Meistaradeild Evrópu.

Hvað Sir Alex varðar verður sumarið spennuþrungið, ég bíð þess með óþreyju að sjá hverja hann fær á Old Trafford. Ég er ekki sannfærður um að það verði auðvelt verk því það eru ekki margir leikmenn sem bjóðast sem eru nógu góðir til að leika fyrir Manchester United. Þeir leikmenn sem mér líkar eru þegar skuldbundnir öðrum félögum.

Það er til að auka vandræði okkar á leikmannamarkaðnum er að Chelsea er þar ávallt til staðar þó þeir hafi örugglega fyllt sinn miðvallarkvóta með komu Mikael Ballack. Mourinho var óvenju opinskár um vilja sinn að fá Ballack á Stamford Bridge og ég er sannfærður um að þangað muni Ballack fara.

Grunnur liðs okkar er skínandi góður. Ekki einungis Rooney – hann var stórkostlegur gegn Newcastle, sannarlega. Park hefur átt sérlega gott fyrsta ár í liði United og Ronaldo er stöðugt að bæta sig. Hann er að styrkjast og sjálfstraustið vex jafnt og þétt. Hann er farinn að trúa á hæfileika sína að nýju og það er góðs viti því Ronaldo er leikmaður sem getur unnið leiki. Það gæti verið einmitt hann sem gerði það næsta laugardag.