Ástæða þess að Fowler var ekki með í leiknum á sunnudag, var víst að hann lenti í rifrildi við Thompson aðstoðarþjálfara. Eftir að hafa neitað að biðja Thompson afsökunar, setti Houlier hann út úr hópnum.

Þetta er skv. nokkrum netmiðlum. Ég hef reyndar farið í gengnum þá nokkra, og það ber ekki alveg saman við hvern Fowler var að rífast, og hvort það sé ástæða þess að hann var settur úr hópnum, eða hvort hafi ekki átt að vera í hópnum og þess vegna verið að rífast.

Ég veit ekki hversu mikið er á bak við þetta, hvort þetta hafi verið einhver smá hiti sem þurfti að hleypa út, eða hvort þetta er eitthvað dýpra eða hvort þetta er hreinlega bresk fréttamenska, sem allir vita að er ekki alveg eftir sannleikanum, en vonandi að þetta sé ekki eitthvað sem hafi áhrif á veru guðsins á Anfield.

Mín tilgáta er sú að hann hafi einfaldlega ekki verið í hópnum út af skiptimannakerfi Houlla, sagt eitthvað á þá leið að hann vildi spila, því auðvitað vilja allir leikmenn spila sem mest, og restin sé uppblástur bresku pressunnar… Hvað haldið þið???