Leeds enda undirbúningstímabilið með stæl Leedsara virðast mæta tilbúnir til leiks fyrir tímabilið sem hefst eftir viku. Þeir spiluðu sjö æfingaleiki og skoruðu í þeim 35 mörk á móti 2 sem þeir fengu á sig. Þetta segir auðvitað ekki neitt enda ekki sterkir andstæðingar nema í gærkvöldi.

Leeds heimsóttu Sparta frá Rotterdam og gjörsigruðu þá 6-1. Robbie Keane hélt áfram að skora að vild eins og hann hefur gert og skorði tvö í fyrri hálfleik og lagði upp eitt fyrir Mark Viduka en staðan var 3-1 í hálfleik. Í seinni hálfleik skoraði Ian Harte úr aukaspyrnu, Bakke með skalla eftir sendingu frá Dacourt og svo varamaðurinn Alan Smith en hann kom inná fyrir meiddan Robbie Keane, hver annar en David Batty gaf á Smith. Meiðsli Robbie eru reyndar ekki alvarlega en hann fékk höfuðhögg og braut tvær tennur. Það er mikið gleðiefni að Rio Ferdinand spilaði allan leikinn og fann ekkert fyrir meiðslunum sem hafa hrjáð hann að undanförnu og er það mikið gleðiefni að fyrirliðinn nýskipaði verður með frá byrjun tímabilsins.

Nú vonum við Leedsara bara að liðið geti haldið áfram að skora að vild geti náð sér í a.m.k. einn bikar á tímabilinu sem senn fer að hefjast.