Fréttir dagsins (Dagnogo rekinn heim o.fl.) BLESS MÚSSA
KR-ingar eru í miklum fjárhagserfiðleikum og hafa hafið niðurskurð á reksti félagsins. Hinn mistæki sóknarmaður Moussa Dagnogo hefur verið sendur heim til Frakklands. Hann skoraði aðeins eitt deildar mark fyrir KR í sumar. Þessi ákvörðun KR-inga engum á óvart.



LEIFTUR VANN
13. umferð 1. deildar karla hófst með tveim leikjum í gær. Í Leiftur unnu lið Tindastóls 2-1 í botnslag og höfðu liðin sætaskipti í deildinni. Santos skoraði bæði mörk Leifturs í leiknum. Topplið KA er á góðri leið með að tryggja sér sæti í Símadeildinni eftir stórsigur á KS 5-1 á Akureyrarvelli. Þorvaldur Makan skoraði tvö.



LANDSLIÐSHÓPURINN
Brynjar Björn Gunnarsson hafi dregið sig út út landsliðshópnum fyrir leikinn gegn Pólverjum á miðvikudaginn vegna meiðsla. Í hans stað hefur Atli valið Helga Kolviðsson hjá Karnten í Austurríki.

Markverðir:
Árni Gautur Arason, Rosenborg
Birkir Kristinsson, ÍBV

Varnarmenn:
Eyjólfur Sverrisson, Herthu Berlín
Hermann Hreiðarsson, Ipswich
Arnar Þór Viðarsson, Lokeren
Auðun Helgason, Lokeren
Pétur Marteinsson, Stabæk
Helgi Kolviðsson

Miðjumenn:
Arnar Grétarsson, Lokeren
Tryggvi Guðmundsson, Stabæk
Brynjar Björn Gunnarsson, Stoke
Jóhann Birnir Guðmundsson, Lyn
Jóhannes Karl Guðjónsson, RKC Waalwijk
Heiðar Helguson, Watford

Sóknarmenn:
Eiður Smári Guðjohnsen, Chelsea
Andri Sigþórsson, Salzburg
Marel Baldvinsson, Stabæk