Fylkir unnu sinn fyrsta Evrópuleik Fylkismenn léku fyrri leik sinn á móti pólska liðinu Pogon Szczecin í 1.umferð forkeppni UEFA-keppninnar í knattspyrnu á Laugardalsvellinum í gærkvöldi. Þetta var fyrsti Evrópuleukur Fylkis og þeir hrósuðu sigri, 2:1. Pólverjarnir byrjuðu betur og virkuðu sprækir en Fylkismenn voru fljótir að snúa leiknum sér í hag og á 7. mínútu skoraði Errol Edderson McFarlane fyrsta mark sitt fyrir félagið eftir fyrirgjöf Sævars Þórs Gíslasonar. Ólafur Stígsson, besti maður vallarins, kórónaði góðan leik sinn með frábæru marki sem lengi verður í minnum haft. Staðan vænleg fyrir Fylki í hálfleik, 2-0. Síðari hálfleikurinn var ekki nema þriggja mín. gamall þegar varnarmaður Pogon braut illa á Sævari Þór og var sendur í bað. Við brottreksturinn hljóp töluverð værukærð í leikmenn Fylkis. Á 69. mínútu urðu Fylkismenn fyrir áfalli. Þórhallur Dan braut klaufalega á sóknarmanni Pogon rétt innan vítateigs. Vítaspyrna var óumflýjanleg og úr henni skoraði fyrirliðinn Darius Dzwigata af öryggi. Þrátt fyrir nokkrar álitlegar sóknir tókst Fylkismönnum ekki að auka muninn. Þetta mark Pogon manna gæti reynst dýrkeypt fyrir seinni leikinn sem fram fer í Póllandi eftir viku.

Skagamenn töpuðu fyrri leiknum gegn Club Brugge stórt eftir að hafa haldið hreinu í klukkutíma. Brugge rúlluðu hins vegar yfir ÍA í síðari hálfleik og lokatölurnar urðu 4-0. Vonir Skagamann um áframhald í keppninni eru því litlar sem engar, enda kannski fáir sem reiknuðu með því að þeir ættu mikla möguleika gegn þessu sterka liði Club Brugge.