Það er nokkuð ljóst að hinn sérdeilis prýðilegi miðjumaður Vitor Barbosa Rivaldo mun fara til Liverpool áður en yfir líkur. Að vísu er þetta aðeins kenning sem ég hef byggt upp með mér, en ég hélt því einnig fram að McAllister, Heskey, Barmby og Collymore færu til Liverpool, og alltaf rættist það. Rök: Houllier fékk viðurstyggilega mikinn pening til að versla leikmenn fyrir, hann hefur aðeins keypt Riise fyrir eitthvað klink. Rivaldo neitar að skrifa undir samning við Barcelona, þar sem að honum finnst gert lítið úr hæfileikum sínum með launatilboðum frá Barca. Hvers vegna fer hann ekki til Man Utd?: Fergie er búinn að eyða fáránlegum peningum í Juan Sebastian Verón og Ruud van Nistelrooy, og hefur sjálf sagt ekki mikið meiri pening til leikmannakaupa, auk þess hefur hann Giggs, Verón, Keane, Beckham og Silvestre, ekkert við Rivaldo að gera.
Bíðið bara og sjáið, Rivaldo mun verða númer 10 hjá Liverpool innan skamms.