Þetta er spurning sem leitar á mann í kjölfar úrslita á svokölluðu “Moretti” bikarmóti hvar liðið spilaði við ekki minni lið en Juventus og Lazio.
Það er skemmst frá því að segja að Internazionale léku á alls oddi, unnu báða leiki sína og stóðu uppi sem handhafi dollunnar á þessu sterka æfingamóti. Inter unnu Lazio 3-0 með mörkum frá Mohammed Kallon og Christian Vieri (brace hjá Bobo!). Það eina sem gladdi augað hjá Lazio var samspil Mendieta og Stefano Fiore sem var vægast sagt magnað á köflum.
Inter léku svo sama leikinn gegn Juve og unnu með einu marki gegn engu. Toldo virðist í fantaformi og bjargaði nokkrum sinnum glæsilega frá Amoruso, Nedved og Zambrotta, og það var svo enginn annar en Vieri sem sendi sannkallaðan screamer af löngu færi í netið hjá Juve.
Loks vann Lazio Juve 1-0 með marki frá Marcelo Salas.

Eftir stendur að Inter líta betur út í upphafi tímabils en þeir hafa gert í mööörg ár, Mendieta er greinilega strax lykilmaður hjá Lazio en liðið vantar ennþá góðan varnarmann og Juve náðu ekki að sýna kraftinn, hraðann og ógnunina sem þeir búa yfir á pappírnum og liðið sem Lippi var búinn að lofa náði ekki að sýna sig.

Hitt ber svo auðvitað að athuga að úrslitum í leikjum á undirbúningstímabilinu ber að taka með fyrirvara. Samt. . . .