West Ham :) Ég sá herna þráðinn um leikmenn West Ham svo að ég ákvað bara að skella inn sögunni :)
Ég tók þetta reyndar útaf http://www.fva.is
en hér kemur sagan :)

Saga West Ham United
West Ham United var upphaflega ‘Thames Ironworks’ klúbbur málmverksmiðjumanna sem stofnsettur var af eiganda verksmiðjunnar. Í byrjun 20. aldarinnar tók liðið upp atvinnumennsku og breytti nafninu í West Ham United.
West Ham hefur ævinlega litið á sig sem lið verkamanna þótt nú orðið sé fótbolti orðin æði kostnaðarsöm íþrótt. Ekki einungis fyrir félögin sjálf heldur oft líka fyrir stuðningsmenn því það er dýrt að fara á völlinn og að kaupa ýmsan útbúnað sem sönnum stuðningsmönnum finnst nauðsynlegt að eiga. West Ham er þó enn fyrst og fremst félag Austurbæinga í London þótt það eigi ótrúlega stóran stuðningsmannahóp um víða veröld þegar litið er til gengis félagsins undanfarin ár.
Við höfum ekki unnið til margra verðlauna. Það er ekki þess vegna sem við höldum með West Ham. Það er auðvitað gaman að vinna en við gerum okkur engar gyllivonir um titla. Ef við vildum bara vera í sigurliðinu héldum við öll með ManU eða Arsenal. Við stærum okkur hins vegar af því að vera tryggir stuðningsmenn (sumir vilja segja tryggustu stuðningsmennirnir) og stöndum með okkar mönnum í blíðu og stríðu. Til marks um það hefur verið uppselt á Upton Park í allan vetur þrátt fyrir slakt gengi liðsins meðan hin fallbaráttuliðin hafa þurft að leika fyrir hálftómum áhorfendapöllum.
West Ham United hefur ævinlega þótt leika skemmtilegan sóknarbolta og hefur þá sjaldan skipt máli hvort liðið er í baráttu um verðlaun eða fall. Mesta velgengnistímabil félagsins var um miðbik 7. áratugarins þegar það komst þrisvar í röð í úrslit í FA bikarnum. Þeir unnu bikarinn 1964 og ári síðar í Evrópukeppni bikarhafa. Í liðinu þá voru Bobby Moore, Geoff Hurst og Martin Peters sem ári síðar voru í sigurliði Englendinga um heimsbikarinn sjálfan. Það má eiginlega segja að Hamrar hafi leikið öll aðalhlutverkin í þeim leik. Moore var fyrirliði, Hurst skoraði 3 mörk og Peters 1 en leikurinn fór 4-2 enda segjum við oft að West Ham hafi unnið heimsbikarinn 1966. (Fyrir þá sem ekki vita þá voru Þjóðverjar silfurliðið).