Væntanlega einn dramantíkasti leikur sem ég hef nokkurn tíman séð var leikur HK-Fjölnir í 8-liða úrslitum bikarkeppninar. Leikurinn var í járnum frá byrjun og fengu bæði lið hálf færi en enginn yfirburða dauðafæri. Markverðir liðanna vörðu báðir mjög vel þegar á því þurfti en varnir liðanna voru vægast sagt MJÖG góðar. Dómari leiksins var hálf hræddur að nota flautuna og notaði hana jafnlítið á bæði lið og allt var brjálað fyrir utan völlin sem innan. Ekki tókst að skora mark í venjulegum leiktíma og þurfti að grípa til framlengingar. Allt ætlaði um koll að keyra þegar dómari leiksins dæmdi vítaspyrnu á FJölni og endaði sá hamagangur með rauðu spjaldi hjá þjálfara fjölnis. En allt kom fyrir ekki inn vildi boltinn ekki, vítið var hátt yfir. Þegar þrjár mínútur voru eftir að seinni hluta framlenginar dró til tíðinda, stórstjarna Fjölnismanna Ólafur Páll Snorrason fékk boltan á miðjum vallarhelmingi HK-inga rakti hann aðeins áfram var með tvo HK-inga í bakinu og skaut feiknargóðu skoti frá vítateigslínu sem fór alveg upp í blághornið fjær, markvörðurinn var nálægt því að verja en staðan var orðinn 1-0. Fjölnismenn hafa haldið að þetta væri búið en HK tók miðju gaf hann á kanntinn þar sem kom sending fyrir Fjölnismenn skalla hann frá, önnur sending kom fyrir þeir skalla frá í lappirnar á einum hk-ing þaðan barst hann til sóknarmanns HK-inga Brynjars Viðisonar sem lagði boltann í netið 1-1 og þurfti að grípa til vítaspyrnukeppni. Fjölnir nýttu sín víti en HK misnotuðu 2 af sínum vítum og komst þvi´fjölnir áfram. Stórskemmtilegur dramantískur leikur þar sem bæði lið gáfu allt sitt og eiga hrós skilið fyrir góða frammistöðu einkum varnarlega og markverðirnir vörðu mjög vel. Það er ekki sanngjarnt að annað liðið hafi þurft að detta út fyrir svona frammistöðu en þeir geta þó nagað sig í handabaukin og sagt ,,Ég gerði þó mitt besta". Áhorfendur frá Fjölni aðalega við bekkinn voru samt nánast til skammar með látum og þurfti að reka nokkra þeirra í burtu.